Sameinuðu þjóðirnar á barmi gjaldþrots

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti dreg­ur úr greiðsl­um til Sam­ein­uðu þjóð­anna á sama tíma og hann stofn­ar sín eig­in sam­tök, Frið­ar­ráð­ið, þar sem hann er formað­ur um alla ævi.

Sameinuðu þjóðirnar á barmi gjaldþrots
Antonio Guterres Varar við greiðsluþroti Sameinuðu þjóðanna eftir að Bandaríkjastjórn ákvað að draga úr greiðslum. Mynd: EPA

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, varaði við því í dag að stofnunin væri á barmi „fjárhagslegs hruns“ og hvatti aðildarríki til að greiða árgjöld sín.

„Annaðhvort standa öll aðildarríki við skuldbindingar sínar um að greiða að fullu og á réttum tíma – eða aðildarríkin verða að endurskoða fjármálareglur okkar frá grunni til að koma í veg fyrir yfirvofandi fjárhagslegt hrun,“ skrifaði aðalframkvæmdastjórinn í bréfi.

Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 til þess að stuðla að vingjarnlegum samskiptum ríkja og alþjóðasamvinnu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. 

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur undanfarna mánuði dregið úr fjárframlögum sínum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna og hefur hafnað eða seinkað greiðslu sumra lögboðinna framlaga.

„Nú hefur formlega verið tilkynnt um ákvarðanir um að standa ekki við ákveðin framlög sem fjármagna verulegan hluta af samþykktri rekstraráætlun,“ skrifaði Guterres og bætti við: „Núverandi þróun er óviðunandi. Hún skilur stofnunina eftir í kerfisbundinni fjárhagslegri áhættu.“

Sameinuðu þjóðirnar hafa glímt við langvarandi lausafjárvanda í mörg ár vegna þess að sum aðildarríki greiða ekki lögboðin framlög sín að fullu og önnur greiða ekki á réttum tíma, sem neyðir stofnunina til að frysta ráðningar og skera niður í verkefnum sínum.

Á sama tíma hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti boðað stofnun sinna eigin alþjóðasamtaka, Friðarráðsins, eða Board of Peace, þar sem hann er formaður ótímabundið, sem einstaklingur en ekki forseti.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Trump er fjandans sama um alla alþjóðasamvinnu sem hann hefur ekki stofnað til sjálfur og/eða veitir forstöðu. Það myndi gleðja hann óendanlega ef Sameinuðu Þjóðirnar, með sínum undirstofnunum, ásamt NATO hyrfu af sjónarsviðinu.

    Við lifum í nýrri heimsmynd þar sem ótal margt, sem áður var talið sjálfsagt, er á fallanda fæti. "Stay tuned!"
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár