Jasmina Vajzovic, sem kom hingað til lands sem unglingur eftir að hafa flúið stríð, segist miður sín, hrædd og áhyggjufull yfir umræðu stjórnvalda og stjórnmálamanna um að senda fólk sem flúið hefur stríð aftur til heimaríkja sinna, svo sem Palestínu og Sýrlands.
Í færslu á Facebook lýsir hún reynslu sinni af stríði og flótta og segir þá hugmynd að fólk geti „snúið heim“ eftir stríð byggða á afneitun. „Stríð lýkur aldrei þegar vopnin þagna,“ skrifar hún og segir áfallið lifa áfram í líkamanum, minningunum og stöðugum ótta.
Hvað með Palestínu?
Þessi ummæli koma í kjölfar nýlegra ummæla Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þingmanns, sem í ræðu á þingi sagði að það væri eðlilegt og sanngjarnt að ræða hvenær fólk sem komið hafi hingað sem flóttafólk geti snúið aftur heim þegar aðstæður batna. Hann lagði áherslu á að umræðan um flóttafólk og endurkomu tímabundinna íbúa væri nauðsynleg í stjórnmálum og …

















































Athugasemdir (2)