Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
Flúði Jasmina Vajzovic var fimmtán ára gömul þegar hún og fjölskylda hennar neyddust til að flýja stríðsástand í Bosníu og Hersegóvínu og kom til Íslands. Mynd: Heimildin

Jasmina Vajzovic, sem kom hingað til lands sem unglingur eftir að hafa flúið stríð, segist miður sín, hrædd og áhyggjufull yfir umræðu stjórnvalda og stjórnmálamanna um að senda fólk sem flúið hefur stríð aftur til heimaríkja sinna, svo sem Palestínu og Sýrlands.

Í færslu á Facebook lýsir hún reynslu sinni af stríði og flótta og segir þá hugmynd að fólk geti „snúið heim“ eftir stríð byggða á afneitun. „Stríð lýkur aldrei þegar vopnin þagna,“ skrifar hún og segir áfallið lifa áfram í líkamanum, minningunum og stöðugum ótta.

Hvað með Palestínu?

Þessi ummæli koma í kjölfar nýlegra ummæla Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og þingmanns, sem í ræðu á þingi sagði að það væri eðlilegt og sanngjarnt að ræða hvenær fólk sem komið hafi hingað sem flóttafólk geti snúið aftur heim þegar aðstæður batna. Hann lagði áherslu á að umræðan um flóttafólk og endurkomu tímabundinna íbúa væri nauðsynleg í stjórnmálum og …

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Þeir sem halda að aðstæður í Palestíu séu komnar í lag hljóta að vera mjög heimskir. Þar er allt í rúst.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár