Verðbólgan tekur stórt stökk

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um meira en bú­ist hafði ver­ið við og verð­bólg­an er kom­in í 5,2%.

Verðbólgan tekur stórt stökk

Verðbólga er komin í hæsta gildi sitt frá september 2024 eftir nýjustu mælingu, þar sem hún fer umfram spár. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,38% í janúar einum og sér og er hækkun vísitölunnar til síðustu 12 mánaða, eða verðbólga, komin í 5,2%.

Landsbankinn hafði spáð því að verðbólga mældist 5,1% í janúar og að vísitalan myndi hækka um 0,3%. Íslandsbanki hafði spáð 4,9% verðbólgu.

Þetta þýðir að höfuðstóll verðtryggðra fasteignalána landsmanna mun hækka um 0,38% á einum mánuði, að frádreginni afborgun sem er breytileg eftir lengd lána og stöðu. Langflest húsnæðislán sem tekin hafa verið síðustu mánuði eru verðtryggð.

Aðrar slæmar fréttir fyrir húsnæðiseigendur nú er að þróun fasteignaverðs er ekki að hækka vísitölu neysluverðs. Þvert á móti hefur fasteignaverð lækkað. Áhrifin birtast þó í gegnum „reiknaða húsaleigu“. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um það sama og vísitalan almennt.

Ein helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar eru gjaldskrár- og skattabreytingar ríkisins.

„Um áramótin voru gerðar ýmsar breytingar á gjöldum tengdum ökutækjum sem höfðu áhrif á vísitölu neysluverðs. Olíugjald og vörugjöld á eldsneyti voru lögð niður og kolefnisgjaldið var hækkað. Tekin voru upp kílómetragjöld fyrir öll ökutæki, vörugjöldum á ökutæki var breytt og rafbílastyrkurinn var lækkaður,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Hækkun vísitölunnar kemur þrátt fyrir útsöluáhrif, þar sem verð á fötum og skóm lækkaði um 7,4% og húsbúnaði um 5,4%. Þá lækkuðu flugfargjöld um 10,8%.

Verðbólgutölurnar nú eru líklegar til að fresta stýrivaxtalækkunum Seðlabanka Íslands. Næsta vaxtaákvörðun er á miðvikudag, 4. febrúar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár