Heiða ætlar að vera í öðru sæti

Borg­ar­stjór­inn Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir ætl­ar að taka ann­að sæt­ið á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Hún bauð sig fram til að leiða list­ann en tap­aði fyr­ir Pétri Marteins­syni.

Heiða ætlar að vera í öðru sæti

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að þiggja annað sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Það er það sæti sem hún hlaut í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík um liðna helgi en hún hafði boðið sig fram til að leiða listann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér á Facebook í dag. 

Pétur Marteinsson sigraði í forvalinu með afgerandi hætti. Harðari barátta var í raun um annað sætið, þar sem einungis fimmtán atkvæði skildu á milli Heiðu Bjargar og Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur.

Í yfirlýsingunni segir Heiða Björg að niðurstaðan hafi verið henni vonbrigði, en hún lýsir jafnframt miklu þakklæti fyrir þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir í aðdraganda forvalsins, meðal annars frá sjálfboðaliðum, félögum og vinum.

Heiða sendir Pétri  hamingjuóskir vegna sigursins og þakkar jafnframt meðframbjóðendum sínum fyrir baráttuna. Hún óskar þeim sem tryggðu sér örugg sæti í framboðslista flokksins til hamingju með árangurinn.

Ákvörðun hennar um að þiggja sætið var tekin eftir samráð við nánustu samstarfsmenn, stuðningsfólk og fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Að hennar mati er það sú leið sem geri henni kleift að halda áfram að vinna að jafnaðarstefnu, jafnrétti og öðrum pólitískum markmiðum Samfylkingarinnar.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að þátttaka í forvalinu sýni styrk flokksins í Reykjavík og að niðurstaðan feli í sér bæði endurnýjun og reynslu innan framboðsins.

Heiða Björg staðfestir að hún muni halda áfram að gegna embætti borgarstjóra og starfa sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar út kjörtímabilið, samhliða kosningabaráttunni sem fram undan er.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár