Bjarni Benediktsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tekur við starfinu 1. mars næstkomandi. Hann tekur við af Sigríði Margréti Oddsdóttur, sem nýlega var ráðin forstjóri Bláa lónsins.
Í tilkynningu vegna ráðningarinnar segir að Bjarni hafi víðtæka reynslu af stjórnmálum og efnahagsmálum. Það er ekki ofsögum sagt, því Bjarni gegndi ráðherraembætti um árabil en hann sat á þingi frá 2003–2025, þegar hann sagði af sér embætti í kjölfar kosninga sem hann hafði sjálfur boðað til.
Bjarni, sem er lögfræðingur að mennt, hefur gegnt embættum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra.
Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins er haft eftir Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni samtakanna, að ráðning Bjarna styrki forystu þeirra á mikilvægum tímamótum.
„Bjarni býr yfir einstakri reynslu og innsýn í íslenskt atvinnulíf á mestu umbrotatímum í íslensku samfélagi síðustu áratugi. Fáir þekkja gangverk samfélagsins jafn vel,“ er haft eftir Jóni Ólafi. Hann segir jafnframt að á tímum áskorana og tækifæra …



















































Athugasemdir (5)