Skúli um prófkjörið: Heiða átti betra skilið

Borg­ar­full­trú­inn Skúli Helga­son seg­ist ætla að taka fjórða sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Hann og Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir voru einu borg­ar­full­trú­ar flokks­ins sem gáfu kost á sér og hvor­ugt náði mark­miði sínu.

Skúli um prófkjörið: Heiða átti betra skilið

Skúli Helgason borgarfulltrúi segir að Heiða Hilmisdóttir borgarstjóri hafi átt betra skilið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Skúla í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, þar sem Pétur Marteinsson var kjörinn nýr oddviti flokksins.

Heiða hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, aðeins fimmtán atkvæðum frá því að tapa því sæti fyrir Steinunni Gyðu Guðjónsdóttur, sem lenti í þriðja sæti. Skúli Helgason sjálfur hafnaði í fjórða sæti en hafði stefnt að öðru sætinu.

Í yfirlýsingu sinni segir Skúli að niðurstaðan endurspegli mikla endurnýjun innan flokksins, en leggur jafnframt sérstaka áherslu á stöðu borgarstjórans. „Heiða átti betra skilið eftir þau miklu og góðu störf sem hún hefur unnið fyrir okkur jafnaðarmenn undanfarin ár en pólitíkin getur verið miskunnarlaus,“ segir Skúli.

Hann lýsir prófkjörinu sem „lýðræðisveislu“ sem hafi skilað „miklum breytingum og endurnýjun eins og kallað var eftir“ og óskar nýjum frambjóðendum til hamingju með kosninguna. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár