Skúli Helgason borgarfulltrúi segir að Heiða Hilmisdóttir borgarstjóri hafi átt betra skilið í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fór í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Skúla í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, þar sem Pétur Marteinsson var kjörinn nýr oddviti flokksins.
Heiða hafnaði í öðru sæti í prófkjörinu, aðeins fimmtán atkvæðum frá því að tapa því sæti fyrir Steinunni Gyðu Guðjónsdóttur, sem lenti í þriðja sæti. Skúli Helgason sjálfur hafnaði í fjórða sæti en hafði stefnt að öðru sætinu.
Í yfirlýsingu sinni segir Skúli að niðurstaðan endurspegli mikla endurnýjun innan flokksins, en leggur jafnframt sérstaka áherslu á stöðu borgarstjórans. „Heiða átti betra skilið eftir þau miklu og góðu störf sem hún hefur unnið fyrir okkur jafnaðarmenn undanfarin ár en pólitíkin getur verið miskunnarlaus,“ segir Skúli.
Hann lýsir prófkjörinu sem „lýðræðisveislu“ sem hafi skilað „miklum breytingum og endurnýjun eins og kallað var eftir“ og óskar nýjum frambjóðendum til hamingju með kosninguna. …





















































Athugasemdir