Pétur Hafliði Marteinsson er nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni. Hann sigraði Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í flokksvali Samfylkingarinnar sem fór fram í dag.
Heiða hafnaði í öðru sæti en hún fékk 1668 atkvæði í fyrsta og annað sæti.
Pétur og Heiða voru þau einu sem buðu sig fram til að leiða listann. Heiða var önnur á lista flokksins fyrir síðaustu kosningar en steig upp í oddvitasætið þegar Dagur B. Eggertsson tók sæti á þingi. Pétur hefur aldri boðið sig fram fyrir Samfylkinguna áður og hefur ekki verið virkur innan flokksins fyrir en nú.
Mikil endurnýjun er á lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar en aðeins tveir sitjandi fulltrúar flokksins í borgarstjórn gáfu kost á sér.
Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir hafnaði í þriðja sæti og Skúli Helgason borgarfulltrúi í því fjórða. Stein Olav Romslo hafnaði í því fimmta og Bjarnveig Birta Bjarnadóttir í því sjötta. Þau voru tilgreindir fulltrúar ungs fólks í prófkjörinu.
Frambjóðendur röðuðust í sex efstu sætin með eftirfarandi hætti:
1. sæti Pétur H. Marteinsson með 3.063 atkvæði í 1. sæti.
2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.668 atkvæði í 1.- 2. sæti.
3. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir með 1.961 atkvæði í 1. - 3. sæti.
4. sæti Skúli Helgason með 1.933 atkvæði í 1. - 4. sæti.
5. sæti Stein Olav Romslo með 2.139 atkvæði í 1. - 5. sæti.
6. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir með 2.256 atkvæði í 1.- 6. sæti.
Á kjörskrá voru 6.955 og atkvæði greiddu 4.849. Kjörsókn var 69,7 prósent.

















































Athugasemdir