Pétur nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík

Pét­ur Marteins­son vann fyrsta sæti í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík með 3.063 at­kvæði.

Pétur nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík

Pétur Hafliði Marteinsson er nýr leiðtogi Samfylkingarinnar í borginni. Hann sigraði Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra í flokksvali Samfylkingarinnar sem fór fram í dag. 

Heiða hafnaði í öðru sæti en hún fékk 1668 atkvæði í fyrsta og annað sæti. 

Pétur og Heiða voru þau einu sem buðu sig fram til að leiða listann. Heiða var önnur á lista flokksins fyrir síðaustu kosningar en steig upp í oddvitasætið þegar Dagur B. Eggertsson tók sæti á þingi. Pétur hefur aldri boðið sig fram fyrir Samfylkinguna áður og hefur ekki verið virkur innan flokksins fyrir en nú. 

Mikil endurnýjun er á lista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar en aðeins tveir sitjandi fulltrúar flokksins í borgarstjórn gáfu kost á sér. 

Steinunn Gyðu og Guðjónsdóttir hafnaði í þriðja sæti og Skúli Helgason borgarfulltrúi í því fjórða. Stein Olav Romslo hafnaði í því fimmta og Bjarnveig Birta Bjarnadóttir í því sjötta. Þau voru tilgreindir fulltrúar ungs fólks í prófkjörinu. 

Frambjóðendur röðuðust í sex efstu sætin með eftirfarandi hætti:

1. sæti Pétur H. Marteinsson með 3.063 atkvæði í 1. sæti.

2. sæti Heiða Björg Hilmisdóttir með 1.668 atkvæði í 1.- 2. sæti.

3. sæti Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir með 1.961 atkvæði í 1. - 3. sæti.

4. sæti Skúli Helgason með 1.933 atkvæði í 1. - 4. sæti.

5. sæti Stein Olav Romslo með 2.139 atkvæði í 1. - 5. sæti.

6. sæti Bjarnveig Birta Bjarnadóttir með 2.256 atkvæði í 1.- 6. sæti.

Á kjörskrá voru 6.955 og atkvæði greiddu 4.849. Kjörsókn var 69,7 prósent. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
5
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár