Grænlendingar stofna samhæfingarhóp vegna hernaðarógnar frá Bandaríkjunum

Lands­stjórn Græn­lands býr sig und­ir það versta vegna þess að Banda­rík­in úti­loka ekki hern­að­ar­að­gerð­ir til að yf­ir­taka land­ið.

Grænlendingar stofna samhæfingarhóp vegna hernaðarógnar frá Bandaríkjunum
Múte B. Egede Fjármálaráðherra Grænlands og fyrrverandi formaður landstjórnarinnar sagði Grænlendinga þurfa að búa sig undir það versta, þótt ekkert bendi til hernaðaríhlutunar enn. Mynd: AFP

Grænlenska landstjórnarin, Naalakkersuisut, hélt blaðamannafund fyrir skemmstu vegna hækkunar viðbúnaðarstigs á Grænlandi sem andsvar við hótunum Bandaríkjaforseta um að yfirtaka landið.

Á fundinum sögðu Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnarinnar, og Múte B. Egede fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, að framundan væru aðgerðir til að mæta ógninni frá Bandaríkjunum.

„Við verðum að vera viðbúin enn meiri þrýstingi, og þótt ekkert bendi til hernaðaríhlutunar verðum við að búa okkur undir allt, því þjóðin sem þrýstir á okkur hefur ekki skipt um skoðun,“ hefur grænlenski miðillinn Sermitsiaq eftir Múte B. Egede á fundinum.

Hann sagði alla í samfélaginu „verða fyrir tilfinningalegum og andlegum áhrifum. Þetta finnum við öll, frá börnum til aldraðra, þar sem við ræðum um hvernig ástandið er á Grænlandi.“

Á fundinum kynntu Egede og Nielsen að stofnaður verði samhæfingarhópur viðbragðsaðila sem mun starfa samkvæmt ákvörðunum landsstjórnarinnar.

Í samhæfingarhópnum eru fulltrúar frá ýmsum ráðuneytum, lögreglunni og sveitarfélögum.

„Við verðum að vera viðbúin og skapa öryggi í samfélaginu. Þótt það hljómi ólíklega viljum við vera viðbúin öllu sem getur gerst,“ sagði Egede á fundinum.

Ástæðan er að „hinn aðilinn,“ sem telja má að sé Bandaríkin, hafi ekki útilokað hernaðaraðgerðir gegn Grænlandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár