Danir senda herlið til Grænlands strax í dag

Bú­ist við liðs­auka frá Evr­ópu­lönd­um til Græn­lands. Vest­ræn sam­vinna er að sundr­ast, seg­ir varak­ansl­ari Þýska­lands.

Danir senda herlið til Grænlands strax í dag
Lars Lokke Rasmussen Utanríkiksráðherra Danmerkur, hér á fundi NATO í fyrra, fundar í dag með bandarískum stjórnvöldum. Mynd: AFP

Danmörk mun efla hernaðarviðveru sína á Grænlandi „frá og með deginum í dag“, sagði varnarmálaráðuneytið á miðvikudag, rétt áður en mikilvægar viðræður áttu að hefjast í Washington vegna hótana Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að yfirtaka eyjuna á norðurslóðum.

„Danski herinn mun frá og með deginum í dag senda búnað og hersveitir tengdar ... æfingum. Á komandi tímabili mun þetta leiða til aukinnar hernaðarviðveru á og við Grænland, þar á meðal flugvéla, skipa og hermanna, einnig frá bandalagsríkjum NATO,“ sagði ráðuneytið í yfirlýsingu.

Grænlenska landstjórnin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem viðvera hersins er staðfest.

Fram kemur hjá danska ríkisútvarpinu Danmarks Radio að senn muni berast liðsauki frá evrópskum bandamönnum.

Í dag funda Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á skrifstofu varaforsetans JD Vance, að honum viðstöddum.

Fyrir fundinn gaf Donald Trump Bandaríkjaforseti frá sér yfirlýsingu um að annað væri „óásættanlegt“ en að Bandaríkin fengju Grænland.

Vara-kanslari Þýskalands varaði við því í dag að tengsl Evrópu við Bandaríkin væru að „sundrast“ á „sögulegum umbrotatímum“ undir stjórn Donalds Trump forseta.

„Tengslin yfir Atlantshafið eins og við höfum þekkt þau eru að sundrast um þessar mundir,“ sagði Lars Klingbeil, sem einnig er fjármálaráðherra Þýskalands, í ræðu í Berlín.

Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í dag að í kjölfar beiðni frá Danmörku hefði Svíþjóð sent liðsforingja til að taka þátt í heræfingu á Grænlandi.

„Nokkrir liðsforingjar úr sænska hernum koma til Grænlands í dag. Þeir eru hluti af hópi frá nokkrum bandalagsríkjum. Saman munu þeir undirbúa viðburði innan ramma dönsku æfingarinnar Operation Arctic Endurance,“ sagði Ulf Kristersson forsætisráðherra í yfirlýsingu á X og bætti við að starfsfólkið hefði verið sent „að beiðni Danmerkur“.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Grænlandsmálið

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
2
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár