Jötunsteinn
Aðgengileg bók um flókið og mikilvægt málefni sem skapar nýja vitund á leifturstundu.
Það fyrsta sem sló mig þegar ég tók upp Jötunstein Andra Snæs Magnasonar var sú hugsun að bókin er lauflétt. Þetta er ekki steinn, hvað þá jötunsteinn. Þetta er steinvala, hugsaði ég.
Þannig væri kominn áþreifanlegur vitnisburður um að Morgunblaðið og spjallstjórinn Stefán Einar Stefánsson hefðu rétt fyrir sér, þegar blaðsíður bóka voru taldar, þeim deilt í úthlutuð listamannalaun og niðurstaðan birt sem dómur yfir réttmæti þeirra og svo rýru samfélagslegu virði Andra Snæs.
Í þeirri hugsun er enginn greinarmunur gerður á magni og gæðum. Það er einmitt gagnrýni bókarinnar. Jötunsteinn er ekki sex hæða blokk, heldur haganlega smíðað timburhús í gamla Vesturbænum. Á mannlegum skala, skiljanleg, aðgengileg og með sögu.
Sagan fjallar um arkitektinn Árna sem fær nefnd eftir sér svokölluð Árnahús, blokkir með hámarksnýtingu lóða og lágmarkskostnaði. Innri rammasagan gerist á sekúndubrotum.
Sem hefðbundin skáldsaga er þetta bæði harmleikur og lærdómssaga. En hún er miklu meira en …











































Athugasemdir