Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kom fram að það væri „eitt af forgangsverkefnum hennar að hagræða í ríkisrekstri, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir“.
Vinnuhópur forsætisráðherra um hagsýni í ríkisrekstri hefur skilað skýrslu um störf sín og framgang verkefna. Samkvæmt núgildandi fjármálaáætlun verður hagrætt í ríkisrekstri um 107 milljarða króna á tímabili áætlunarinnar frá 2026-2030 og þar af um ellefu milljarða króna á næsta ári.
Upphaf verkefnisins má rekja til víðtæks samráðs sem efnt var til í samráðsgátt í byrjun kjörtímabilsins undir yfirskriftinni „Verum hagsýn í ríkisrekstri“. Þar var leitað eftir hugmyndum um hagræðingu, einföldun og sameiningar frá almenningi, forstöðumönnum ríkisstofnana og ráðuneytum. Þátttaka reyndist afar góð og bárust hátt í fjögur þúsund umsagnir, sem er metfjöldi, eins og segir í tilkynningu stjórnvalda.
Í skýrslu starfshóps um hagsýni í ríkisrekstri kemur fram um hvaða hugmyndir er að ræða, sem teknar eru lengra, en hópurinn skilaði upphaflega tillögum í …












































Athugasemdir