Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi sem kjörin var fyrir Pírata í síðustu kosningum, er gengin í Samfylkinguna.
Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur rétt í þessu með Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóra og oddvita flokksins, við hlið sér. Boðað var til fundarins með stuttum fyrirvara í morgun en borgarstjórnarfundur hefst á hádegi.
Dóra Björt hefur starfað með Pírötum í meirihluta í borginni ásamt Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Sósíalistum frá því að meirihluti Einars Þorsteinssonar, oddvita Framsóknarflokksins, sprakk í byrjun árs.
Í ræðu sinni þakkaði hún Pírötum fyrir samstarfið undanfarin ár og sagðist vinna áfram með þeim í meirihluta. „Mig langar að taka þetta skref út frá minni pólitísku sannfæringu,“ sagði hún.
Hún nefndi fjölda fólks í Samfylkingunni og öðrum jafnaðarflokkum 20. aldar, sem fyrirmyndir, þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur, Guðrúnu Ögmundsdóttur, Vilmund Gylfason, Kristrúnu Frostadóttur og Heiðu Björg.
„Ég hef trú á Samfylkingunni sem leiðandi afli á …












































Athugasemdir (1)