Mzungu
Mzungu er afhjúpandi og krassandi saga sem mun eflaust vekja mikla athygli sökum umfjöllunarefnisins. Hið keníska sjónarhorn nýtur sín vel og er bráðnauðsynlegt fyrir söguna en höfundar hefðu mátt gefa sig skáldskapnum á vald í meira mæli.
Mzungu eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, höfund bókarinnar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og stormsveipur inn í íslenska jólabókaflóðið, klædd æpandi, appelsínugulri kápu. Þar er fjallað um Huldu, íslenska konu sem heldur til Kenía til að starfa á munaðarleysingjahæli hins íslenska Skúla, fyrrum fíkils sem hefur snúið við blaðinu. Ásamt Huldu á ferðalaginu eru Dagur, 18 ára vinur hennar, og Ásta, kona á miðjum aldri sem Hulda þekkir lítið. Snemma kemur í ljós að á munaðarleysingjahælinu er víða pottur brotinn. Engin leynd hvílir yfir þeirri staðreynd að sagan byggist á raunverulegri reynslu Þórunnar Rakelar, sem byggir persónuna Huldu á sjálfri sér. Eðlilega hefur krassandi efni bókarinnar vakið viðbrögð á meðal almennings, enda margir Íslendingar sem kannast við sögusviðið og persónurnar.
Barnalegir bjargvættir
Frásögnin hefst strax á flugvellinum og endar þegar ferðalaginu lýkur um þremur vikum síðar. Línuleg frásögnin flakkar milli þriggja sjónarhorna. Aðalsögumaður er Hulda, sem …














































Athugasemdir (1)