Varaformaður Miðflokksins vill skoða úrsögn úr EES

Hags­mun­um Ís­lands er bet­ur borg­ið ut­an EES-sam­starfs­ins ef við „miss­um stjórn á eig­in lýð­fræði­legu ör­lög­um“ að mati Snorra Más­son­ar, vara­for­manns Mið­flokks­ins. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir Ís­lend­ing­ar missa við það rétt sinn til bú­setu í Evr­ópu og að „hræðsla Mið­flokks­ins“ gangi gegn ís­lensk­um hags­mun­um.

Varaformaður Miðflokksins vill skoða úrsögn úr EES
Stoppa flæði Snorri segist vilja stoppa frjálst flæði frá EES-ríkjunum til Íslands. Takist það ekki innan marka EES-samningsins, sé það augljóst að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan samstarfsins. Mynd: Golli

Hagsmunum Íslands er betur borgið utan EES-svæðisins ef útlendingum fjölgar hraðar en Íslendingum. Þetta er mat Snorra Mássonar, varaformanns Miðflokksins.

Snorri stofnaði til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag um skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd. Í framsögu sinni ræddi hann niðurstöður skýrslunnar um hvaðan innflytjendur komi til Íslands og sagðist vilja loka nær alfarið á þau sem koma utan EES-svæðisins.

„[T]el ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur“

„Svo er EES-samstarfið sem ráðherrann neitar því miður að taka til umræðu í sambandi við innflytjendamálin,“ sagði Snorri. „Það er auðvitað stóra breytan í innflytjendamálum hér að hér eru opin landamæri fyrir 450 milljónir manna. Ég segi í því sambandi að ef útlendingum heldur áfram að fjölga á Íslandi tvöfalt hraðar en Íslendingum þá tel ég í fyrsta lagi að við þurfum að beita okkar neyðarheimildunum innan EES-samningsins til að taka stjórn á fólksflutningum hingað til lands. Við höfum þær heimildir, við gætum það. Ef það virkar ekki, ef við hreinlega missum stjórn á eigin lýðfræðilegu örlögum, þá tel ég að hagsmunum okkar sé augljóslega betur borgið utan samstarfsins ef þetta heldur svona áfram mikið lengur.“

Íslendingar missi réttinn til búsetu í Evrópu

GagnrýninnSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir varaformann Miðflokksins fyrir að segja að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan EES-samstarfsins í framtíðinni.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði orð Snorra að umfjöllunarefni í Facebook-færslu að loknum umræðunum á Alþingi. „Snorri Másson talaði skýrt um það í dag á Alþingi að honum finnist koma til greina að ganga úr EES samstarfinu,“ skrifar Sigmar. „Hann sagði það berum orðum. Það er nokkuð augljóst að varaformaður Miðflokksins áttar sig ekki á að EES samstarfið byggist á gagnkvæmni. Tugþúsundir Íslendinga vinna, læra og njóta réttinda í Evrópu á grundvelli þessa samstarfs sem í raun er undirstaða þeirrar velferðar sem við búum við í dag. Það gildir líka um kjósendur Miðflokksins.“

„Hann sagði það berum orðum“

Sigmar segir ljóst að íslensk fyrirtæki myndu missa starfsfólk í tugþúsundatali við úrsögn úr EES og ríki og sveitarfélög sömuleiðis þúsundir starfsmanna úr velferðarþjónustu. „Tugþúsundir Íslendinga, líka kjósendur Miðflokksins, misstu réttindi sín í Evrópu til búsetu og atvinnu. Þar með talið þúsundir Íslendinga sem búa á Spáni og víðar. Þetta er vanhugsaður og varasamur málflutningur og ekkert annað en aðför að atvinnulífi og velferð þjóðarinnar. Ef við lokum á aðra, þá loka aðrir á okkur. Hræðsla Miðflokksins við fjórfrelsið sem EES samstarfið tryggir er andstætt íslenskum hagsmunum,“ skrifar Sigmar að lokum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Guð forði okkur frá því að þessi flokkur komist til valda.
    4
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ætli Snorri væri jafn mikill karl í krapinu ef að það þyrfti að verja stöðuna gagnvart appelsínugula undrinu í vestri, eða ætli hann myndi gera í buxurnar og segja ekki neitt. Skrítið að stjórnar andstaðan tali ekki um glæpamenn í Washington eftir að þeir settu tollana. Það er auðvelt að spila sig stóran þegar orðum fylgir engin ábyrgð.
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Íslendingar missi réttinn til búsetu í Evrópu"
    Ekki alveg rétt - en það verður ekki eins auðvelt. En ferðalög verða stirðari, stífari passa-og tollskoðun, jafnvel krafist áritunar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu