Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision

Þátt­töku Ís­lands í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva er mót­mælt fyr­ir ut­an húsa­kynni Rík­is­út­varps­ins. Síð­deg­is fund­ar stjórn stofn­un­ar­inn­ar um það hvort Ís­landi muni snið­ganga Eurovisi­on á næsta ári eða ekki.

Mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision

Fjöldi mótmælenda er saman kominn fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti undir nafninu „Kveðjum Júróvisjón“. Vilja þeir að Ísland sniðgangi Eurovision í Austurríki næsta vor vegna framgöngu Ísraels í Palestínu. 

Klukkan 15 hefst fundur stjórnar RÚV þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort Ísland muni sniðganga keppnina eða ekki. 

„Snargeggjaðir stríðsherrar eru búnir að eitra partýið með sínum lúmsku ráðum. Þeir eru búnir að stela gleðinni. Í dag verðum við að taka afstöðu með mennskunni,“ sagði tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson þar sem hann ávarpaði aðra mótmælendur. „Við verðum að vera í liðinu sem segir stopp. Sýnum heiminum að við séum ekki hræsnarar.“

Hávær krafa hefur verið um að Ísland dragi sig úr þátttöku í Eurovision æ síðan Ísrael réðst inn á Gaza undir lok árs 2023. Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva hafa þegar samþykkt að leyfa Ísrael að taka þátt í keppninni á næsta ári sem verður haldin í Vín í Austurríki. Í kjölfarið tilkynntu nokkur lönd að þau hygðust ekki taka þátt í keppninni. Þar á meðal eru Holland, Spánn, Írland og Slóvenía. 

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur sagt að hann telji rétt að sniðganga Eurovision í ljósi þátttöku Ísraels. Það sé þó ekki hans heldur stjórnar RÚV að taka þá ákvörðun. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár