Mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision

Þátt­töku Ís­lands í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva er mót­mælt fyr­ir ut­an húsa­kynni Rík­is­út­varps­ins. Síð­deg­is fund­ar stjórn stofn­un­ar­inn­ar um það hvort Ís­landi muni snið­ganga Eurovisi­on á næsta ári eða ekki.

Mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision

Fjöldi mótmælenda er saman kominn fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti undir nafninu „Kveðjum Júróvisjón“. Vilja þeir að Ísland sniðgangi Eurovision í Austurríki næsta vor vegna framgöngu Ísraels í Palestínu. 

Klukkan 15 hefst fundur stjórnar RÚV þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort Ísland muni sniðganga keppnina eða ekki. 

„Snargeggjaðir stríðsherrar eru búnir að eitra partýið með sínum lúmsku ráðum. Þeir eru búnir að stela gleðinni. Í dag verðum við að taka afstöðu með mennskunni,“ sagði tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson þar sem hann ávarpaði aðra mótmælendur. „Við verðum að vera í liðinu sem segir stopp. Sýnum heiminum að við séum ekki hræsnarar.“

Hávær krafa hefur verið um að Ísland dragi sig úr þátttöku í Eurovision æ síðan Ísrael réðst inn á Gaza undir lok árs 2023. Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva hafa þegar samþykkt að leyfa Ísrael að taka þátt í keppninni á næsta ári sem verður haldin í Vín í Austurríki. Í kjölfarið tilkynntu nokkur lönd að þau hygðust ekki taka þátt í keppninni. Þar á meðal eru Holland, Spánn, Írland og Slóvenía. 

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur sagt að hann telji rétt að sniðganga Eurovision í ljósi þátttöku Ísraels. Það sé þó ekki hans heldur stjórnar RÚV að taka þá ákvörðun. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár