Nanna Margrét ánægð og stolt að hafa ekki undirritað siðareglur

„Þetta er tæki fyr­ir meiri hlut­ann til að berja á minni hlut­an­um. Það er það sem siða­regl­urn­ar eru, ekk­ert ann­að,“ sagði Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Mið­flokks­ins.

Nanna Margrét ánægð og stolt að hafa ekki undirritað siðareglur

N

anna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, sagðist á þingi í morgun vera „ánægð og í raun og veru stolt“ yfir því að þingflokkur Miðflokksins hefði ekki undirritað siðareglur þingmanna.

Þetta sagði hún eftir að Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingar, vakti athygli á því að heill þingflokkur hefði valið að undirrita ekki siðareglur þingmanna, í ræðu undir liðnum störf þingsins í morgun. 

Rækja skyldurÁsa Berglind sagði í ræðu sinni að þó að ekki væri skylda að undirgangast siðareglur þingsins, þá væri skylda fyrir þingmenn að mæta í vinnuna.

Ása Berglind benti í ræðu sinni á að þingmönnum bæri ekki skylda til að undirrita siðareglur, en að einn þingflokkur hefði ákveðið að gera það ekki. En hún gagnrýndi á sama tíma að margir þingmenn sinntu ekki þeirri lagaskyldu að mæta á þingfundi og nefndarfundi. 

„Hins vegar er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni, þar á meðal nefndarfundi. Það hefur vakið athygli mína […] hversu frjálslega margir þingmenn í þessari virðulegu stofnun líta fram hjá þeirri skyldu sinni, sérstaklega í nefndunum.“

Hún hvatti síðan þingmenn til að líta í eigin barm og sýna starfinu virðingu. „Með því að rækja skyldur okkar, koma fram af virðingu við hvert annað og ekki síst fólkið í landinu.“

Ég get upplýst um að það er þingflokkur Miðflokksins“

Þegar Nanna Margrét steig í pontu nokkru síðar brást hún beint við þessum orðum og staðfesti að Miðflokkurinn væri umræddur þingflokkur, sem ekki hefði skrifað undir siðareglurnar. 

„Ég get upplýst um að það er þingflokkur Miðflokksins og mikið var ég ánægð og í raun og veru stolt í þessari viku að við hefðum ekki undirritað þessar siðareglur og ég mun ekki undirrita þær á mínu kjörtímabili hér,“ sagði þingkonan. 

Nanna Margrét sagði siðareglurnar vera pólitískt tæki. „Vegna þess að ég held að það hafi bara allir séð í liðinni viku að þetta er tæki fyrir meiri hlutann til að berja á minni hlutanum. Það er það sem siðareglurnar eru, ekkert annað.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Í þessari grein er vitnað i tvo kvenkyns þingmenn og þær sagðar þingkonur, sem þær vissulega eru. En ég minnist þess ekki að hafa séð orðið þingkarla notað um karlkyns þingmenn.
    Í greininni er svo talað um þingmenn og er þar greinilega átt við bæði þingkonur og þingkarla eða hvað?
    1
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Yfir aðra hafin 😢
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár