Nanna Margrét ánægð og stolt að hafa ekki undirritað siðareglur

„Þetta er tæki fyr­ir meiri hlut­ann til að berja á minni hlut­an­um. Það er það sem siða­regl­urn­ar eru, ekk­ert ann­að,“ sagði Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Mið­flokks­ins.

Nanna Margrét ánægð og stolt að hafa ekki undirritað siðareglur

N

anna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingkona Miðflokksins, sagðist á þingi í morgun vera „ánægð og í raun og veru stolt“ yfir því að þingflokkur Miðflokksins hefði ekki undirritað siðareglur þingmanna.

Þetta sagði hún eftir að Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingar, vakti athygli á því að heill þingflokkur hefði valið að undirrita ekki siðareglur þingmanna, í ræðu undir liðnum störf þingsins í morgun. 

Rækja skyldurÁsa Berglind sagði í ræðu sinni að þó að ekki væri skylda að undirgangast siðareglur þingsins, þá væri skylda fyrir þingmenn að mæta í vinnuna.

Ása Berglind benti í ræðu sinni á að þingmönnum bæri ekki skylda til að undirrita siðareglur, en að einn þingflokkur hefði ákveðið að gera það ekki. En hún gagnrýndi á sama tíma að margir þingmenn sinntu ekki þeirri lagaskyldu að mæta á þingfundi og nefndarfundi. 

„Hins vegar er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni, þar á meðal nefndarfundi. Það hefur vakið athygli mína […] hversu frjálslega margir þingmenn í þessari virðulegu stofnun líta fram hjá þeirri skyldu sinni, sérstaklega í nefndunum.“

Hún hvatti síðan þingmenn til að líta í eigin barm og sýna starfinu virðingu. „Með því að rækja skyldur okkar, koma fram af virðingu við hvert annað og ekki síst fólkið í landinu.“

Ég get upplýst um að það er þingflokkur Miðflokksins“

Þegar Nanna Margrét steig í pontu nokkru síðar brást hún beint við þessum orðum og staðfesti að Miðflokkurinn væri umræddur þingflokkur, sem ekki hefði skrifað undir siðareglurnar. 

„Ég get upplýst um að það er þingflokkur Miðflokksins og mikið var ég ánægð og í raun og veru stolt í þessari viku að við hefðum ekki undirritað þessar siðareglur og ég mun ekki undirrita þær á mínu kjörtímabili hér,“ sagði þingkonan. 

Nanna Margrét sagði siðareglurnar vera pólitískt tæki. „Vegna þess að ég held að það hafi bara allir séð í liðinni viku að þetta er tæki fyrir meiri hlutann til að berja á minni hlutanum. Það er það sem siðareglurnar eru, ekkert annað.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár