Miklar freistingar fylgja jólunum og undirbúningi þeirra, mikið er lagt í auglýsingar á hinum ýmsu vörum og boðið upp á afslætti. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir áreitið ekki endilega til þess fallið að hjálpa fólki að velja réttu gjafirnar, heldur einfaldlega til að fá það til að versla meira.
„Það sem hjálpar fólki að verjast þessu og öðrum heimilisútgjöldum, er að skipuleggja sig betur, skrifa hlutina niður og vera þá búinn að ákveða hversu mikið á að fara í hitt og þetta. Eins og hversu miklu má verja í jólagjafir, skreytingar og jólamat. Það þýðir að þegar við förum í verslanir þá kaupum við það sem var búið að ákveða að kaupa. Annaðhvort var búið að ákveða hvað átti að kaupa eða hvað það mátti kosta. Þannig getum við staðist áætlanir okkar.“
Með góðu skipulagi og hugmyndaauðgi sé margt hægt að gera sem felur í sér meiri verðmæti en …
















































Athugasemdir