Umdeild uppbygging við Skaftafell

Ver­ið er að byggja 70 hús við þjóð­garð­inn í Skafta­felli sem „gjör­breyta ásýnd þjóð­garðs­ins og sveit­ar­inn­ar,“ að mati íbúa á Skafta­felli 2. Hús voru hækk­uð með óljósri aug­lýs­ingu.

Umdeild uppbygging við Skaftafell
70 hús við Skaftafell Upphaflega áttu húsin að vera ein hæð, en þau voru hækkuð í tvær hæðir með breytingu sem fór framhjá mörgum. Mynd: Jón Ágúst Guðjónsson

Íbúi við Skaftafell hefur áhyggjur af því að 70 ferðamannahýsi, sem nú eru í byggingu, stangist á við umhverfi þjóðgarðsins. Þá hafi mikil breyting á deiliskipulagi farið fram hjá mörgum. Orðalag auglýsingar Sveitarfélagsins Hornafjarðar virðist hafa verið villandi og beinlínis rangt að hluta.

Vatnajökulsþjóðgarður, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi að ekki væri tekið til sjónrænna áhrifa og vísar til ábyrgðar sveitarfélagsins, sem hafði ætlað sér samráð við þjóðgarðinn. 

Húsin áttu að vera lágreist

Jón Ágúst Guðjónsson býr á Skaftafelli 2 í Öræfum, skammt austan við þjóðgarðinn á Skaftafelli. Á Skaftafelli 3 og 4 hefur verið heimiluð gríðarleg uppbygging á húsum fyrir ferðamenn, sem áttu upphaflega að vera lágreist, á einni hæð, en voru uppfærð í tveggja hæða hús og fjöldi þeirra tvöfaldaður úr 35 í 70.

„Það virðist vera, þetta virðist hafa farið framhjá flestum hér,“ segir Jón Ágúst í samtali við Heimildina. Hann segir í umræðunni að kalla eftir íbúafundi um uppbygginguna. „Ég hef engan hitt sem líst vel á þetta,“ segir hann.

Húsin eru í hraðri uppbyggingu þessa dagana. „Þetta er bara að gerast og ekki allir sem eru búnir að sjá þetta,“ segir hann.

Byggt á sandbreiðunniByggingarnar blaða við þegar farinn er þjóðvegurinn að Skaftafelli og ofan af Skaftafellsheiði.

Hækkuðu byggingarnar

Upphaflega var í skipulagi heimild fyrir byggingu 35 ferðamannahýsa.  „Húsin skulu vera á einni hæð,“ sagði í gildandi skilmálum. Þegar þessu var breytt hljóðaði auglýsingin frá sveitarfélaginu Hornafirði svo: „Helstu markmið breytingarinnar eru að byggingarheimildir aukast úr 35 gisti- og þjónustuhúsum í 70 hús með samtals 70 gistirýmum sem jafngildir 140 gistirúmum.“ 

Um leið var hins vegar veitt heimild til þess að tvöfalda hæð húsanna og stækka hvert og eitt þeirra úr 40 fermetrum í 64 fermetra. Þessi breyting fór fram hjá mörgum íbúum.

Jón Ágúst GuðjónssonÍbúi á Skaftafelli 2 segir að upplýsingar um raunverulega breytingu á deiliskipulagi hafi farið fram hjá íbúum.

„Svæðið fellur ekki undir sérstaka vernd náttúrufyrirbæra,“ sagði í skýrslu Eflu við kynningu á framkvæmdunum.„Áhrif á ásýnd er [sic] metin óveruleg,“ sagði þar einnig. 

Þessu er Jón Ágúst, á Skaftafelli 2, ekki sammála. „Fyrstu viðbrögð við að sjá þetta og heyra að það eigi að rísa þarna 70 hús í þessum stíl eru að þetta eigi ekki heima á þessum stað og að þetta gjörbreyti ásýnd þjóðgarðsins og sveitarinnar,“ skrifaði Jón Ágúst í færslu á Facebook sem vakið hefur mikla athygli.

Þar færir Jón Ágúst fram tvíþætta gagnrýni, að kynning hafi verið lítil og að niðurstaðan sé byggð sem stangast á við umhverfi sitt. „Mér finnst brýnt að allar framkvæmdir í því einstaka landslagi sem er hér í Öræfunum falli vel að landslagi og sveitarbrag og að við komum í veg fyrir að umhverfinu sé spillt með framkvæmdum sem ekki passa hér,“ segir hann.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár