Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Fyrr­ver­andi for­seti Al­þing­is tek­ur aft­ur upp mál­flutn­ings­rétt­indi og stofn­ar fé­lag.

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Birgir Ármannsson Setti mark sitt á Sjálfstæðisflokkinn á þessari öld. Mynd: Golli

Birgir Ármannsson, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stofnað lögfræðiþjónustu.

Birgir var ekki í framboði til Alþingis fyrir síðustu þingkosningar og lauk þar með 21 árs þingferli. Hann hafði ekki hlotið náð uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins. „Ég er tilbúinn til þess að vera áfram ef það verður niðurstaða uppstillingarnefndar og fundarins í kjördæmisráðinu,“ sagði hann þá

Í samtali við Vísi í júní síðastliðnum kom fram að hann hefði leyst út málflutningsréttindi á ný. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því,“ sagði hann þar.

Birgir hóf ungur aðild að stjórnmálum. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, árin 1989 til 1991, eða á aldrinum 21 til 22 ára. Samtímis og áður var hann blaðamaður Morgunblaðsins. Birgir kláraði embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996 og varð héraðsdómslögmaður 1999, áður en hann sótti framhaldsnám við King's College í London 1999 til 2000.

Loks var Birgir kjörinn á þing árið 2003, þá 35 ára gamall, og varð þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins  2017 til 2021, og svo forseti Alþingis 2021 til 2024.

Lögfræðiþjónusta Birgis heitir Lögfræðiþjónusta Birgis Ármannssonar ehf. og er skráð til heimilis á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. Í varastjórn er dóttir Birgis.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár