Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Fyrr­ver­andi for­seti Al­þing­is tek­ur aft­ur upp mál­flutn­ings­rétt­indi og stofn­ar fé­lag.

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Birgir Ármannsson Setti mark sitt á Sjálfstæðisflokkinn á þessari öld. Mynd: Golli

Birgir Ármannsson, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stofnað lögfræðiþjónustu.

Birgir var ekki í framboði til Alþingis fyrir síðustu þingkosningar og lauk þar með 21 árs þingferli. Hann hafði ekki hlotið náð uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins. „Ég er tilbúinn til þess að vera áfram ef það verður niðurstaða uppstillingarnefndar og fundarins í kjördæmisráðinu,“ sagði hann þá

Í samtali við Vísi í júní síðastliðnum kom fram að hann hefði leyst út málflutningsréttindi á ný. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því,“ sagði hann þar.

Birgir hóf ungur aðild að stjórnmálum. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, árin 1989 til 1991, eða á aldrinum 21 til 22 ára. Samtímis og áður var hann blaðamaður Morgunblaðsins. Birgir kláraði embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1996 og varð héraðsdómslögmaður 1999, áður en hann sótti framhaldsnám við King's College í London 1999 til 2000.

Loks var Birgir kjörinn á þing árið 2003, þá 35 ára gamall, og varð þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins  2017 til 2021, og svo forseti Alþingis 2021 til 2024.

Lögfræðiþjónusta Birgis heitir Lögfræðiþjónusta Birgis Ármannssonar ehf. og er skráð til heimilis á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. Í varastjórn er dóttir Birgis.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár