Rutte í Reykjavík: „Við viljum að Ísland geri meira“

Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóri NATO, seg­ir Ís­land mik­il­væg „augu og eyru“ Atlants­hafs­banda­lags­ins. Hann kall­ar eft­ir því að meira verði sett í varn­ar­mál.

Rutte í Reykjavík: „Við viljum að Ísland geri meira“
Lambakjöt Eftir fundi í morgun snæddu Rutte, Kristrún og Þorgerður Katrín saman lambakjöt í forsætisráðuneytinu í hádeginu. Mynd: Golli

Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að enginn standi Íslandi framar í að vera móttöku þjóð fyrir erlenda heri. Mikilvægi staðsetningar og sú staðreynd að hér fari fram vöktun í lofti og á legi geri Ísland að mikilvægum bandamanni innan NATO. 

Þetta kom fram á blaðamannafundi hans og Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í dag. Rutte er staddur á landinu í sinni fyrstu heimsókn eftir að hann tók við starfi framkvæmdastjóra bandalagsins og hefur fundað með Kristrúnu forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. 

Ísland er eina herlausa landið innan NATO og hefur ekki staðið undir væntingum bandalagsins, eða Bandaríkjastjórnar, um að verja sem nemur fimm prósent af þjóðarframleiðslu til NATO og sameiginlegra varna. Rutte sagði Ísland í einstakri stöðu en kallaði eftir því að meira yrði gert. 

„Auðvitað er Ísland einstakt vegna þess að þið eruð ekki með her, en þið leggið ykkar af mörkum til alls sem tengist útgjöldum til varnar- og öryggismála. Þegar kemur að loftvörnum, þegar kemur að eftirlitskerfum, þá eruð þið sem land augu og eyru margra okkar innan NATO,“ sagði Rutte sem sagði Ísland vera á réttri leið en meira þyrfti til. „Við viljum að Ísland geri meira. Ísland hefur skuldbundið sig til að halda áfram að fjárfesta á komandi árum til að styrkja þennan iðnað.“

Kristrún sagði að til stæði að leggja meira í varnir en það verklag sem hefur verið viðhaft á Íslandi virki. „Öryggislíkanið okkar hefur virkað. Við þurfum bara að styrkja það enn frekar. Þetta snýst ekki um að breyta því hvernig við stöndum að öryggismálum, heldur þurfum við að gera það öflugra. Og þetta styrkir líka stöðu okkar og sess innan NATO,“ sagði hún. 

„Það eru ekki allir að gera það sama. Ríkin gera það sem hentar þeim, það sem þeim hæfir, og þessi samkoma er það sem styrkir bandalagið. Þess vegna erum við með bandalag.“

Þetta virtist Rutte vera meðvitaður um og sammála.

„Þú hefur gert áframhaldandi skuldbindingu Íslands gagnvart NATO skýra – mjög skýra,“ sagði hann og beindi orðum sínum til Kristrúnar í upphafi fundarins. „Fyrir þjóð án hers er þetta ekkert smá verkefni. En Ísland hefur alltaf slegið yfir sinni þyngd.“

Kristrún líkti Íslandi við ósökkvandi flugmóðurskip sem sé á mikilvægum stað og Rutte tók undir. Benti hann á að Reykjavík væri norðlægasta höfuðborg innan NATO-bandalagsins og að hann héldi utan þess líka. Sem er rétt, ef aðeins eru talin fullvalda ríki.

Áður en Rutte hrósaði Íslendingum fyrir stuðning við Úkraínu, hrósaði hann Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir aukinn kraft í friðarferli Úkraínu. Hrós Íslendinga var fyrir framlag sitt til vopnakaupa fyrir Úkraínu, að skaffa gervilimi fyrir þá sem hafa særst, og fyrir að styðja við sprengjuleit og -eyðingu í Úkraínu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár