Hin Ítalska Chiara Ferragni var táknmynd konunnar sem átti allt og gat allt. Hún var gift þekktum rappara og tónlistarframleiðanda að nafni Federico Leonardo Lucia, eða Fedez, og átti með honum tvö börn. Hún fæddist árið 1987 og ólst upp í Cremona í Lombardy-héraðinu, 72 þúsund manna borg sem er best þekkt sem heimaland fiðlunnar, en öðlaðist vinsældir á samfélagsmiðlum þar sem hún var með um 29 milljónir fylgjenda þegar mest lét.
Vinsældirnar nýtti hún til þess að byggja upp viðskiptaveldi í tísku, lífsstíl og markaðssetningu. Hún rak verslanir víða um heim, seldi skó, fatnað og fylgihluti. Hún ferðaðist um, gekk í hátískufötum og lifði svo spennandi lífi að um hana hafa bæði verið gerðir raunveruleikaþættir og heimildarmynd.
Harvard Business School notaði feril hennar sem dæmi um hvernig hægt er að yfirfæra vinsældir á samfélagsmiðlum yfir í stórt fyrirtæki sem skilar miklum hagnaði. Árið 2017 var hún efst á lista …












































Athugasemdir