Andrés Önd til Rapyd: „Við höfðum engra annarra kosta völ“

Bóka­for­lagið Edda, sem gef­ur út Andrés­ar­blöð, hef­ur skipt færslu­hirð­in­um Straumi út fyr­ir Rapyd. Sölu- og mark­aðs­stjóri Eddu seg­ir út­gáf­una ekki hafa haft annarra kosta völ.

Andrés Önd til Rapyd: „Við höfðum engra annarra kosta völ“
Höfuðstöðvar Eddu útgáfu Edda útgáfa, sem gefur út Andrés Önd á Íslandi, er í sama eignarhaldi og Morgunblaðið og hefur höfuðstöðvar í Hádegismóum.

Síðustu mánuði hafa mörg fyrirtæki fært sig frá greiðslumiðlun Rapyd/Valitor í kjölfar háværrar sniðgöngukröfu vegna átakanna sem hafa geisað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þvert á þessa þróun hefur Edda útgáfa, sem er helst þekkt fyrir að gefa út bækur byggðar á efni Disney auk bóka og blaða um Andrés Önd, nýlega valið að færa viðskipti sín yfir til Rapyd. 

Sölu- og markaðsstjóri Eddu útgáfu, bókaforlags í eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, staðfestir að útgáfan hafi sagt skilið við Straum og fært sig yfir til Rapyd. „Við höfðum engra annarra kosta völ. Vegna þess að okkar færsluhirðir var ekki að styðja við okkar kerfi,“ segir María B. Johnson.

Vakin var athygli á breytingunni á Facebook-síðunni „Sniðgöngu fyrir Palestínu – BDS Ísland“, en þar var birt mynd af pósti til áskrifenda þar sem breytingin var tilkynnt. Tíðindin vöktu nokkra reiði meðal meðlima hópsins. „Takk fyrir. Þá hætti ég við að kaupa Syrpu,“ skrifar ein …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristin Reynisdóttir skrifaði
    Engra kosta völ! Af hverju gengur blaðamaðurinn ekki betur eftir þessu svari? Af hverju geta þau ekki skipt við önnur greiðslumiðlunarfyrirtæki?
    0
  • PH
    Páll Hermannsson skrifaði
    Djúpar rætur! En hvert fer hagnaðurinn?
    1
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Vér aumingjar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár