Síðustu mánuði hafa mörg fyrirtæki fært sig frá greiðslumiðlun Rapyd/Valitor í kjölfar háværrar sniðgöngukröfu vegna átakanna sem hafa geisað fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þvert á þessa þróun hefur Edda útgáfa, sem er helst þekkt fyrir að gefa út bækur byggðar á efni Disney auk bóka og blaða um Andrés Önd, nýlega valið að færa viðskipti sín yfir til Rapyd.
Sölu- og markaðsstjóri Eddu útgáfu, bókaforlags í eigu Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, staðfestir að útgáfan hafi sagt skilið við Straum og fært sig yfir til Rapyd. „Við höfðum engra annarra kosta völ. Vegna þess að okkar færsluhirðir var ekki að styðja við okkar kerfi,“ segir María B. Johnson.
Vakin var athygli á breytingunni á Facebook-síðunni „Sniðgöngu fyrir Palestínu – BDS Ísland“, en þar var birt mynd af pósti til áskrifenda þar sem breytingin var tilkynnt. Tíðindin vöktu nokkra reiði meðal meðlima hópsins. „Takk fyrir. Þá hætti ég við að kaupa Syrpu,“ skrifar ein …












































Athugasemdir