Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir að ef ekki verði samið um sérstaka tekjustofna til að fjármagna þjónustu við fatlað fólk kalli það á miklar hagræðingaraðgerðir hjá sveitarfélögum, „sem geta skert lífsgæði í samfélögunum okkar,“ segir Heiða. „En ég trúi ekki öðru en að okkur takist að ná samningi um þetta.“
Tekist hefur verið á um hvernig sveitarfélögin eigi að fjármagna milljarða útgjöld eftir að Alþingi löggilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samkvæmt mati Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu mun fjórtán milljarða kostnaður lenda hjá sveitarfélögunum vegna löggildingarinnar en ekki krónu hefur verið ráðstafað til þess að fjármagna hann af hálfu ríkisins.
„Þessi lögfesting nær auðvitað til mun fleiri hluta en bara þjónustu og henni fagna ég innilega“
Heiða segir að langstærstur hluti þessarar þjónustu sé veittur á höfuðborgarsvæðinu. „Á höfuðborgarsvæðinu er 90 prósent af þjónustu við fatlaða veitt. Það hvílir á okkur að enn á eftir að semja við …












































Athugasemdir