Sólgos
Sólgos er heilt yfir vel skrifuð unglingabók sem vekur lesendur til umhugsunar um fortíð, nútíð og framtíð. Framvindan er hröð og spennandi en spyr einnig krefjandi spurninga – spurninga sem við ættum öll að spyrja okkur, jafnt ungir sem aldnir.
Það er talsvert um heimsendasögur í jólabókaflóðinu í ár og eru unglingabækurnar þar engin undantekning, líkt og Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur sannar. Bókin hefst þegar allt rafmagn fer skyndilega en unglingsstúlkunni Unni bregður ekki í fyrstu. Ekki fyrr en í ljós kemur að nettenging, símasamband og jafnvel útvarpsútsendingar liggja einnig niðri. Fólk safnast fljótlega saman á götum úti og kemst að þeirri niðurstöðu að mikil virkni sólarinnar upp á síðkastið hafi náð hámarki með stóru sólgosi með þessum gríðarlegu afleiðingum fyrir jarðarbúa. Unnur nær því engu sambandi við móður sína sem er á ráðstefnu erlendis og bíður hún því eftir að allt komist í lag heima hjá föður sínum og stjúpmóður.
Vígbúin hjón
En allt kemur fyrir ekki og á innan við viku ríkir fullkomin óreiða í samfélaginu. Eins og beint úr Hollywood-mynd, umbreytast faðir Unnar og stjúpmóðir á augnabliki úr venjulegum hjónum í vígbúin hörkumenni, þegar þau ákveða að …













































Athugasemdir