Fölsk nóta

Læsi­leg bók sem skort­ir til­finn­inga­legt upp­gjör og dýpt.

Fölsk nóta
Bók

Kvöld­sónatan

Höfundur Ólafur Jóhann Ólafsson
Bjartur / Veröld
314 blaðsíður
Niðurstaða:

Læsileg bók sem skortir tilfinningalegt uppgjör og dýpt. Afstöðuleysi söguhetjunnar grefur undan sögunni og eftir stendur falskur tónn.

Gefðu umsögn

Það má segja að Ólafur Jóhann Ólafsson sé meistari íslenska melódramans. Það skrifa ég í jákvæðustu meiningu sem mögulegt er. Þessi undirgrein skáldskaparins inniheldur stórkostlegar bækur, allt frá Hinum mikla Gatsby yfir í tilfinningahlaðinn skáldskap Emily Brontë, sem er frægust fyrir að skrifa Fýkur yfir hæðir.

Sjálfur hefur Ólafur Jóhann átt ljómandi góðar bækur, síðast Snertingu. Melódramað er lunkið form sem miðar að því að kalla fram tilfinningar lesandans frekar en að skoða heiminn eða manneskjuna út frá dramatískum forsendum með öllum þeim blæbrigðum sem því fylgir. Það er einnig það listform sem við neytum hvað oftast, allt frá læknadrama ER yfir í sápuóperuheim Glæstra vona. Og einmitt þar liggur gildran. Ef það tekst ekki vel til, getur sagan vissulega verið áheyrileg, nánast ávanabindandi, en svo þvæld að maður bíður þreyttur eftir því að einhver vakni óvænt upp úr dái og sprengi tilfnningahlaðna söguna í loft upp. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár