Kvöldsónatan
Læsileg bók sem skortir tilfinningalegt uppgjör og dýpt. Afstöðuleysi söguhetjunnar grefur undan sögunni og eftir stendur falskur tónn.
Það má segja að Ólafur Jóhann Ólafsson sé meistari íslenska melódramans. Það skrifa ég í jákvæðustu meiningu sem mögulegt er. Þessi undirgrein skáldskaparins inniheldur stórkostlegar bækur, allt frá Hinum mikla Gatsby yfir í tilfinningahlaðinn skáldskap Emily Brontë, sem er frægust fyrir að skrifa Fýkur yfir hæðir.
Sjálfur hefur Ólafur Jóhann átt ljómandi góðar bækur, síðast Snertingu. Melódramað er lunkið form sem miðar að því að kalla fram tilfinningar lesandans frekar en að skoða heiminn eða manneskjuna út frá dramatískum forsendum með öllum þeim blæbrigðum sem því fylgir. Það er einnig það listform sem við neytum hvað oftast, allt frá læknadrama ER yfir í sápuóperuheim Glæstra vona. Og einmitt þar liggur gildran. Ef það tekst ekki vel til, getur sagan vissulega verið áheyrileg, nánast ávanabindandi, en svo þvæld að maður bíður þreyttur eftir því að einhver vakni óvænt upp úr dái og sprengi tilfnningahlaðna söguna í loft upp. …












































Athugasemdir