Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota

Bræð­urn­ir Arn­ar og Bjarki Gunn­laugs­son flugu hátt í við­skipta­líf­inu, en fóru í þrot. Ekk­ert fékkst upp í kröf­ur ráð­gjaf­ar­fé­lags þeirra sem nú er gjald­þrota. Þeir hugs­uðu of stórt og tóku of mikla áhættu, en við­skipta­fer­ill þeirra er tákn­rænn fyr­ir tíð­ar­and­ann.

Annað félag kennt við landsliðsþjálfarann úrskurðað gjaldþrota
Arnar Gunnlaugsson Landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu fór í gegnum gjaldþrot 2019 og eitt félag sem var í hans eigu hefur formlega lokið skiptum eftir þrot. Mynd: Víkingur

Ráðgjafarfélag sem kennt var við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara íslenska knattspyrnulandsliðsins, og tvíburabróður hans, Bjarka Gunnlaugsson, hefur verið úrskurðað gjaldþrota án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfur.

Þetta er hluti af uppgjöri á viðskiptaævintýri bræðranna sem hófst fyrir efnahagshrunið 2008 og endaði með gjaldþroti beggja.

Úrskurðurinn var birtur í gær og kom fram að skiptum hefði lokið „án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta“.

Hluti af veldi bræðranna

Um er að ræða félagið AB ráðgjöf. Félagið var í eigu annars félags Arnars, sem hét A. Gunnlaugsson ehf. Það fór líka í gjaldþrot og var úrskurðað gjaldþrota í mars 2023. Félagið hafði þá verið fært yfir á mágkonu Arnars, Rósu Signýju Gísladóttur, eiginkonu Bjarka Gunnlaugssonar. 

A. Gunnlaugsson ehf. var ásamt B. Gunnlaugssyni ehf. eigandi að hlut í leigufélaginu Heimavöllum, sem byggði á fyrri umsvifum bræðranna í fasteignum. B. Gunnlaugsson …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár