Ráðgjafarfélag sem kennt var við Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara íslenska knattspyrnulandsliðsins, og tvíburabróður hans, Bjarka Gunnlaugsson, hefur verið úrskurðað gjaldþrota án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfur.
Þetta er hluti af uppgjöri á viðskiptaævintýri bræðranna sem hófst fyrir efnahagshrunið 2008 og endaði með gjaldþroti beggja.
Úrskurðurinn var birtur í gær og kom fram að skiptum hefði lokið „án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta“.
Hluti af veldi bræðranna
Um er að ræða félagið AB ráðgjöf. Félagið var í eigu annars félags Arnars, sem hét A. Gunnlaugsson ehf. Það fór líka í gjaldþrot og var úrskurðað gjaldþrota í mars 2023. Félagið hafði þá verið fært yfir á mágkonu Arnars, Rósu Signýju Gísladóttur, eiginkonu Bjarka Gunnlaugssonar.
A. Gunnlaugsson ehf. var ásamt B. Gunnlaugssyni ehf. eigandi að hlut í leigufélaginu Heimavöllum, sem byggði á fyrri umsvifum bræðranna í fasteignum. B. Gunnlaugsson …














































Athugasemdir