Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Banvænt aðgerðaleysi“ geti reynst „glæpur gegn mannkyninu“

Ol­íu­iðn­að­ur­inn skil­ar gríð­ar­leg­um hagn­aði á með­an hann „legg­ur í rúst“ fá­tæk­ari sam­fé­lög, seg­ir mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna og var­ar við því að veik nið­ur­staða COP30 verði harð­lega dæmd í fram­tíð­inni.

„Banvænt aðgerðaleysi“ geti reynst „glæpur gegn mannkyninu“
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varaði við því í dag að „banvænt aðgerðaleysi“ leiðtoga gæti einn daginn verið talið „glæpur gegn mannkyni“. Mynd: AFP

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna harmar „rýran árangur“ loftslagsráðstefnunnar COP30 og varaði við því að „banvænt aðgerðaleysi“ leiðtoga gæti einn daginn talist glæpur gegn mannkyni.

Þjóðir innsigluðu hóflegt samkomulag á loftslagsráðstefnu SÞ í Amasón-frumskóginum í Brasilíu á laugardag þar sem mörg lönd sættu sig við veikari skilmála um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis til að viðhalda einingu.

Í samkomulaginu er skorað á lönd að „hraða“ aðgerðum sínum í loftslagsmálum af fúsum og frjálsum vilja, en aðeins með óbeinu samþykki um að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.

Í ávarpi á vettvangi SÞ um viðskipti og mannréttindi í Genf varaði mannréttindastjórinn Volker Turk við því að „rýr árangur COP30 í Belém“ sýndi fram á hvernig „valdaójafnvægi gagnvart fyrirtækjum ... birtist í neyðarástandi í loftslagsmálum“.

„Jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn skilar gríðarlegum hagnaði á meðan hann leggur í rúst sum af fátækustu samfélögum og löndum heims,“ sagði hann.

„Það þarf að vera viðeigandi ábyrgð á þessu óréttlæti og öllum öðrum skaða sem tengist loftslagsóreiðu.“

Turk benti á nýlegan úrskurð Alþjóðadómstólsins þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að „ríkisstjórnir þurfi að koma í veg fyrir verulegan skaða á loftslagi okkar, meðal annars með því að setja reglur um fyrirtæki“.

Og Mannréttindadómstóll Ameríkuríkja hefði einnig viðurkennt réttinn til stöðugs loftslags og skorað á lönd að „framfylgja áreiðanleikakönnun fyrirtækja og veita úrræði vegna loftslagstengds skaða“, sagði hann.

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði á samkomunni í dag að hann velti því oft fyrir sér „hvernig komandi kynslóðir muni dæma aðgerðir leiðtoga okkar – og banvænt aðgerðaleysi þeirra – í loftslagskreppunni eftir 50, 100 ár“.

„Gæti ófullnægjandi viðbrögð nútímans talist vistmorð eða jafnvel glæpur gegn mannkyni?“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár