Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Boða að gervigreind muni lækna sjúkdóma

Mann­kyn­ið er sagt á barmi bylt­ing­ar í líf­fræði vegna gervi­greind­ar. Sjóð­ur Zucker­berg-hjón­anna ætl­ar að gera lík­an af ónæmis­kerfi manns­ins og opna dyrn­ar að „verk­fræði mann­legr­ar heilsu“.

Boða að gervigreind muni lækna sjúkdóma
Zuckerberg-hjónin Mark Zuckerberg og Priscilla Chan hafa boðað að stór hluti auðæfa þeirra renni til rannsókna á sjúkdómum í krafti gervigreindar. Mynd: Shutterstock

Chan Zuckerberg Initiative, sjálfseignarstofnun sem Mark Zuckerberg, aðaleiganda META, og eiginkona hans stofnuðu með það að markmiði að lækna alla sjúkdóma, tilkynnti í gær að hún væri í endurskipulagningu til að einbeita sér að notkun gervigreindar til að ná því markmiði.

Þessi aðgerð þrengir áherslur góðgerðarsamtakanna sem voru stofnuð árið 2015 með loforði um að verja mestum hluta verulegs auðs hjónanna í góðgerðarmál, þar á meðal félagslegt réttlæti og kosningarétt.

Zuckerberg er meðal áberandi tæknifrumkvöðla sem hafa bakkað frá frumkvæði um fjölbreytileika, jafnrétti og staðreyndakannanir samfélagsmiðla eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók við embætti í janúar.

Samkvæmt fréttum létu samtökin af áherslum sínum í jöfnuði og fjölbreytileika starfsfólks á þessu ári, drógu úr stuðningi við sjálfseignarstofnanir sem útvega húsnæði og hættu að fjármagna grunnskóla sem veitti menntun og heilsugæslu til bágstaddra barna.

Góðgerðarverkefnið sem stofnandi Meta og eiginkona hans, Priscilla Chan, komu á fót, sagði að núverandi forgangsverkefni þess fæli í sér vísindateymi sem eru miðstýrð í aðstöðu sem kallast Biohub.

„Þetta er mikilvægur tímapunktur í vísindum og framtíð vísindauppgötvana með gervigreind er farin að koma í ljós,“ sagði Biohub í bloggfærslu.

„Við teljum að á næstu árum verði hægt að búa til öflug gervigreindarkerfi sem geta rökrætt um og lýst líffræði til að flýta fyrir vísindum.“

Biohub sér fyrir sér að gervigreind hjálpi til við að þróa leiðir til að greina, koma í veg fyrir og lækna sjúkdóma, samkvæmt færslunni.

Verkefnið felur í sér að reyna að gera líkan af ónæmiskerfi mannsins, sem gæti opnað dyr að „verkfræði mannlegrar heilsu.“

„Við teljum okkur vera á barmi vísindabyltingar í líffræði – þar sem framsækin gervigreind og sýndarlíffræði gefa vísindamönnum ný tæki til að skilja lífið á grundvallarstigi,“ sagði Biohub í færslunni.

Fyrsta fjárfestingin sem Zuckerberg-hjónin tilkynntu þegar frumkvæðið hófst fyrir tæpum áratug var til stofnunar Biohub í Kísildal þar sem vísindamenn, fræðimenn og aðrir gætu unnið að því að byggja upp tæki til að rannsaka og skilja sjúkdóma betur.

Skömmu eftir stofnun keypti félagið kanadískt sprotafyrirtæki sem notar gervigreind til að lesa og skilja vísindagreinar hratt og veita vísindamönnum síðan innsýn.

„Þverfagleg teymi okkar vísindamanna og verkfræðinga hafa byggt upp ótrúlega tækni til að fylgjast með, mæla og forrita líffræði,“ sagði Biohub um framfarir sínar.

Meta er meðal stóru tæknifyrirtækjanna sem hafa dælt milljörðum dollara í gagnaver og fleira í kapphlaupi um að leiða á sviði gervigreindar.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár