Endurheimtu Bakkavör eftir hrun og fá tugi milljarða við samruna

Verði af samruna Bakka­var­ar við Greencore fá bræð­urn­ir Lýð­ur og Ág­úst Guð­munds­syn­ir and­virði 40 millj­arða króna greiðslu og 100 millj­arða hlut í sam­ein­uðu fyr­ir­tæki. Eft­ir að hafa misst Bakka­vör í hrun­inu eign­uð­ust þeir fyr­ir­tæk­ið aft­ur frá líf­eyr­is­sjóð­un­um og Ari­on banka fyr­ir brot af þess­ari upp­hæð.

Endurheimtu Bakkavör eftir hrun og fá tugi milljarða við samruna
Bakkavararbræður Ágúst og Lýður endurheimtu fjölskyldufyrirtækið Bakkavör eftir að hafa misst það í hruninu en eignast nú 44% í sameinuðu fyrirtæki við Greencore-samrunann. Mynd: Samsett / Heimildin

Samkeppniseftirlit Bretlands hefur í grundvallaratriðum samþykkt yfirtöku írska matvælarisans Greencore Group á Bakkavör.

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, gjarnan kallaðir Bakkavararbræður, eiga 50,2 prósenta hlut í Bakkavör ásamt viðskiptafélaga sínum, Sigurði Valtýssyni.

Hluthafar Bakkavarar fá greidd 85 pens á hlut og fá þremenningarnir því rúmlega 246 milljónir pund greidd út gangi salan eftir, eða um 40 milljarða króna.

Þá eignast hluhafar Bakkavarar 0,604 hluti í Greencore fyrir hvern hlut í Bakkavör með samrunanum. Eignarhlutur bræðranna og Sigurðar í sameinuðu félagi verður um 22 prósent og virði tæplega 582 milljóna punda að loknum samruna, eða tæplega 100 milljarða króna.

Til samanburðar var 50,2 prósent hlutur í Bakkavör árið 2016, árið þegar bræðurnir eignuðust fyrirtækið aftur í heild sinni, metinn á tæplega 30 milljarða króna.

Saga þess hvernig bræðurnir eignuðust Bakkavör á ný eftir að hafa misst það úr hendi sér til kröfuhafa og íslensku lífeyrissjóðanna eftir bankahrun sýnir hversu mikið …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár