Samkeppniseftirlit Bretlands hefur í grundvallaratriðum samþykkt yfirtöku írska matvælarisans Greencore Group á Bakkavör.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, gjarnan kallaðir Bakkavararbræður, eiga 50,2 prósenta hlut í Bakkavör ásamt viðskiptafélaga sínum, Sigurði Valtýssyni.
Hluthafar Bakkavarar fá greidd 85 pens á hlut og fá þremenningarnir því rúmlega 246 milljónir pund greidd út gangi salan eftir, eða um 40 milljarða króna.
Þá eignast hluhafar Bakkavarar 0,604 hluti í Greencore fyrir hvern hlut í Bakkavör með samrunanum. Eignarhlutur bræðranna og Sigurðar í sameinuðu félagi verður um 22 prósent og virði tæplega 582 milljóna punda að loknum samruna, eða tæplega 100 milljarða króna.
Til samanburðar var 50,2 prósent hlutur í Bakkavör árið 2016, árið þegar bræðurnir eignuðust fyrirtækið aftur í heild sinni, metinn á tæplega 30 milljarða króna.
Saga þess hvernig bræðurnir eignuðust Bakkavör á ný eftir að hafa misst það úr hendi sér til kröfuhafa og íslensku lífeyrissjóðanna eftir bankahrun sýnir hversu mikið …













































Athugasemdir