„Margt óheppilegt í þessu“

Rík­is­lög­reglu­stjóri snupr­að­ur af dóms­mála­ráð­herra fyr­ir slæma með­ferð á fé. Upp­sagn­ir hjá embætt­inu, en ráð­gjafi ráð­inn í tíma­bund­ið starf í ráðn­inga­banni.

„Margt óheppilegt í þessu“
Sigríður Björk Guðjónsdóttir Tók ákvörðun um að greiða lean-ráðgjafa samtals 160 milljónir fyrir verkefni á ótengdum sviðum. Mynd: Golli

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mun hitta Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á morgun, en ráðherrann sagði í kvöldfréttum RÚV að 160 milljóna króna viðskipti ríkislögreglustjóra við ráðgjafa væri „ekki góð meðferð á opinberu fé“.

Ráðgjafinn, sem vann meðal annars að því að versla húsgögn á háu tímagjaldi, þar á meðal hjá húsgagnaverslunum Jysk sem stýrt er af eiginmanni hennar, var að lokum ráðinn í tímabundið starf 5. september, tveimur dögum eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fór fram á gögn um viðskiptin.

Ráðgjafinn, Þórunn Óðinsdóttir hjá Intra, þróaðist úr stjórnunarráðgjöf yfir í ýmis viðvik sem hún fékk fyrir greiddar 36 þúsund krónur á tímann með virðisaukaskatti. Tuttugu tilvísanir á tveggja ára tímabili eru til JYSK, samkvæmt frásögn RÚV, en einnig sótti hún verslanirnar IKEA, Á. Guðmundsson og Hirzluna.

Í yfirlýsingu Ríkislögreglustjóra í gærkvöldi var harmað að ekki hefði verið farið í verðfyrirspurnir eða örútboð.

Nú standa yfir hagræðingaraðgerðir hjá embættinu.

„Núna erum við búin að vera með ráðningabann í einhverja sex mánuði. Alls verða í kringum tuttugu og tvær stöður sem við fækkum um,“ sagði Sigríður Björk í fréttatíma RÚV í kvöld.

Ríkislögreglustjórinn útskýrði þar tildrög útgjaldanna. Hún sagði embættið hafa verið með 11,7 milljarða króna veltu og fjölda ólíkra og óvæntra verkefna, eins og að byggja varnargarða við Grindavík og taka upp teiser-vopn. 160 starfsmenn komu að verkefnum tengdum Grindavík, sagði Sigríður Björk.

„Þessi aðferðafræði, lean, sem er í rauninni verkefnastjórnun, sýnir bara hversu mikið af fjölbreyttum verkefnu við erum með og einmitt það að geta vaxið og minnkað eftir þörfum. Mjög mikið af verkefnum sem koma í fangið á okkur, ófjármögnuðum. Ég er ekki viss um að við hefðum geta sinnt öllum þessum verkefnum sem við höfum sinnt, tekið þau hratt og örugglega, nema einmitt af því að við notum þessa aðferðafræði, og þá með ráðgjafa, að geta unnið með flókin verkefni og þvert á deildir og einingar,“ sagði hún í fréttum RÚV.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri munu hittast á morgun. Þær hafa ekki rætt málið fram að þessu, ráðherrann snupraði ríkislögreglustjóra í fréttum RÚV í kvöld. „Fyrstu viðbrögð er að þetta slær mig ekki sem góð meðferð á opineru fé,“ sagði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra og vísaði til reglna um opinber innkaup.

„Við erum búin að vita í einhvern tíma að þetta kæmi, og það er margt óheppilegt í þessu“
Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Ríkislögreglustjóri um viðskipti við ráðgjafa

„En við höfum verið í þéttum samskiptum út af fjármálum embættisins, bara frá því í febrúar,“ sagði Sigríður Björk, og svaraði til um samskipti þeirra um málið: „Ekki annað en að ég upplýsti að ég væri að fara í viðtöl og þetta mál, við erum búin að vita í einhvern tíma að þetta kæmi, og það er margt óheppilegt í þessu, en á heildina litið erum við mjög stolt af því hvernig þessi verkefnastjórnun hefur farið fram og gert okkur kleift að bregðast við ólíkum verkefnum sem koma upp með litlum fyrirvara.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • I’m a private investor offering direct personal loans—no banks, no intermediaries, no unnecessary delays. Whether you need funds for business, debt consolidation, or urgent personal expenses, I provide
    Clear terms & fixed rates
    Quick approval & same-day payout
    No hidden charges or endless paperwork
    Flexible agreements tailored to your situation
    I’m available 24/7 to help you get the support you need. Reliable, straightforward, and fair.

    strajkmiloslav@gmail.com

    Don’t wait—secure your loan today and take control of your finances!
    0
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    29. október 2025 13:24
    Skammarlegt fordæmi ríkislögreglustjóra um "stuld" á almannafé og vinavæðingu.
    2
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Skammarlegt fordæmi ríkislögreglustjóra um "stuld" á almannafé og vinavæðingu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár