„Jákvæð afkomuviðvörun“ hjá Síldarvinnslunni

Hagn­að­ur stefn­ir í að vera tveim­ur og hálf­um millj­arði meiri en spáð var. Áð­ur hafði fé­lag­ið var­að við áhrif­um hækk­un­ar veiði­gjalds.

„Jákvæð afkomuviðvörun“ hjá Síldarvinnslunni
Gunnþór Ingvason Forstjóri Síldarvinnslunnar boðar meiri hagnað en áður. Mynd: Skjáskot/Síldarvinnslan

Sjávarútvegsfélagið Síldarvinnslan, sem skráð er í kauphöllina, hefur gefið frá sér „jákvæða afkomuviðvörun“ vegna afkomu umfram væntingar.

Í viðvöruninni er boðað að hagnaður verði um 2,4 milljörðum meiri en áður var spáð, eða á bilinu 11,9 til 12,8 milljarðar króna, en ekki 9,6 til 10,4 milljarðar.

„Við vinnu stjórnenda á 9 mánaða uppgjöri félagsins hefur komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Helstu ástæður má rekja til betri afurðaverða en áætlanir gerðu ráð fyrir auk þess sem reksturinn hefur almennt gengið vel á árinu og veiðar verið að hluta umfram áætlanir,“ segir í tilkynningu Síldarvinnslunnar.

Gunnþór Ingvason, forstjóri félagsins, lýsti því í vor að Síldarvinnslan hefði hagnast um 70 milljarða króna frá árinu 2014, á sama tíma og hann varaði við áhrifum veiðigjalda.

„Það er háð mikil orrahríð gegn sjávarútvegi nú um stundir. Einhverra hluta vegna kjósa ráðamenn að fara fram með vanhugsaðar og illa útfærðar tillögur um skattahækkanir sem ekki þola skoðun, í stað rökstuðnings og gagna. Farið er fram með rangar staðhæfingar um afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og fjárfestingar þeirra gerðar tortryggilegar.“

Þá sagði hann að Síldarvinnslan hefði fjárfest fyrir 80 milljarða króna. Þar af 32 milljarða króna í aflaheimildum og sjávarútvegsfélögum, fyrir 14,4 milljarða í fiskeldisfélaginu Arctic Fish á Vestfjörðum, 19 milljarða í skipum og 14,6 milljarða í fasteignum og tækjabúnaði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár