Tveir létust í nýrri árás Bandaríkjahers á bát sem sagður var notaður til fíkniefnasmygls, að sögn Pete Hegseth stríðsmálaráðherra í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem bandarísk yfirvöld tilkynna um slíka árás á Kyrrahafinu, en síðustu vikur hafa Bandaríkin gert loftárásir á báta á Karíbahafinu.
Árásin, sem Hegseth tilkynnti um í færslu á X þar sem sýnt var myndband af báti í ljósum logum, er sú áttunda hið minnsta og hafa að minnsta kosti 34 manns látið lífið í þeim.
„Tveir fíkniefnahryðjuverkamenn voru um borð í bátnum þegar árásin var gerð á alþjóðlegu hafsvæði. Báðir hryðjuverkamennirnir létust og enginn bandarískur hermaður særðist í árásinni,“ sagði Hegseth í færslunni um árásina sem gerð var á þriðjudag.
„Þeir munu hvergi finna skjól eða fyrirgefningu – aðeins réttlæti“
„Rétt eins og Al-Kaída háði stríð gegn heimalandi okkar, heyja þessi glæpasamtök stríð gegn landamærum okkar og fólki. Þeir munu hvergi …
Athugasemdir (1)