Réttur til atvinnuleysisbóta takmarkast og barnabætur og vaxtabætur skerðast að raunvirði, ásamt því að sjúklingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu. Þetta er það sem Alþýðusamband Íslands gagnrýnir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í umsögn sinni.
Útgjöld Íslendinga vegna vaxtagjalda ríkissjóðs hafa numið að meðaltali tæplega 300.000 krónum á hvern landsmann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, með Viðreisnarmanninn Daða Má Kristófersson í fjármálaráðuneytinu, setur í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Til þess hafa verið boðaðar hagræðingaraðgerðir á ýmsum sviðum, sem nema eiga 107 milljörðum króna á næstu fimm árum.
Ríkisstjórnin áformar að spara 10,5 milljarða króna á næsta ári með „sértækum hagræðingaraðgerðum“, en það er aðeins upphafið, því niðurskurðurinn verður aukinn árlega þar til hann nær 26,6 milljörðum króna árið 2030, samkvæmt fjármálaáætlun.
Gagnrýna niðurskurð
Þessar hagræðingaraðgerðir eru það sem Alþýðusamband Íslands mótmælir í nýrri umsögn sinni um fjárlagafrumvarp ársins 2026.
Meðal þeirra eru afnám framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða, stytting bótatímabils atvinnuleysistrygginga …
KRÓNAN!
Alltaf annað hvort of sterk eða veik, alla vega alltaf ónýt. (Allar krónutýpurnar).