Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Gagnrýna hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnar Kristrúnar

Al­þýðu­sam­band Ís­lands gagn­rýn­ir fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur vegna hag­ræð­ing­ar­að­gerða, sem rík­is­stjórn­in beit­ir til að minnka vaxta­kostn­að.

Gagnrýna hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnar Kristrúnar

Réttur til atvinnuleysisbóta takmarkast og barnabætur og vaxtabætur skerðast að raunvirði, ásamt því að sjúklingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu. Þetta er það sem Alþýðusamband Íslands gagnrýnir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í umsögn sinni.

Útgjöld Íslendinga vegna vaxtagjalda ríkissjóðs hafa numið að meðaltali tæplega 300.000 krónum á hvern landsmann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, með Viðreisnarmanninn Daða Má Kristófersson í fjármálaráðuneytinu, setur í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Til þess hafa verið boðaðar hagræðingaraðgerðir á ýmsum sviðum, sem nema eiga 107 milljörðum króna á næstu fimm árum.

Ríkisstjórnin áformar að spara 10,5 milljarða króna á næsta ári með „sértækum hagræðingaraðgerðum“, en það er aðeins upphafið, því niðurskurðurinn verður aukinn árlega þar til hann nær 26,6 milljörðum króna árið 2030, samkvæmt fjármálaáætlun.

Gagnrýna niðurskurð

Þessar hagræðingaraðgerðir eru það sem Alþýðusamband Íslands mótmælir í nýrri umsögn sinni um fjárlagafrumvarp ársins 2026.

Meðal þeirra eru afnám framlags til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða, stytting bótatímabils atvinnuleysistrygginga …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Alltaf er verið að skrifa langlokur um hinn stóra kostnaðarvald Íslensks efnahagslífs og almennings án þess að nefna hann sínu rétta nafni. Vandamál sem meirihluti núverandi stjórnvalda vildi leysa fyrir mörgum árum en stefnir nú að sem betur fer, eftir svik forvera sinna við landsmenn og lýðræðið.
    KRÓNAN!
    Alltaf annað hvort of sterk eða veik, alla vega alltaf ónýt. (Allar krónutýpurnar).
    0
  • Eyþór Dagur skrifaði
    Kæra Heimild...skv. ríkisreikningi 2024 bls 21 eru fjármagnsgjöldin 313 milljarðar á ári en ekki 120 milljarðar á ári. Vinsamlega leiðréttið þetta! Þið eruð ekki í pólitík!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár