Nýverið fór Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, í hlaðvarpsþáttinn Sjókastið þar sem hún gagnrýndi meðal annars stjórnarhætti og skipulagsmál í Reykjavík.
„Skipulagsmál borgarinnar eru algjör hörmung. Mér finnst eiginlega búið að eyðileggja miðborgina. Þessi köldu hús sem hafa verið byggð á Hafnartorgi og víðar [...] Mér finnst þau köld í þessari borgarmynd,“ sagði Guðrún í þættinum og tók fram að flokkur hennar væri tilbúinn að taka Reykjavíkurborg að sér til að rétta úr þróuninni.
En er búið að eyðileggja miðborgina? Heimildin fór á stúfana og spurði gangandi vegfarendur hvort þeir væru sammála þessari staðhæfingu formanns Sjálfstæðisflokksins.

„[Mér finnst það] ekki rétt en mér finnst ég ekki dómbær á það, ég er að vinna í miðbænum en samt fer ég ekki oft þangað,“ segir Arna Emilía Vigfúsdóttir. Hún segist þó átta sig á áhyggjum þeirra sem séu á sama máli og Guðrún.
„Mér finnst þessar nýbyggingar þarna ekki vera …
Athugasemdir