Trump-fjölskyldan fær nýjan viðskiptasamning í Sádí-Arabíu

Hags­muna­árekstr­ar Banda­ríkja­for­seta af áð­ur óþekktri stærð­ar­gráðu.

Trump-fjölskyldan fær nýjan viðskiptasamning í Sádí-Arabíu
Náin tengsl Trump fór í sína fyrstu utanlandsferð sem Bandaríkjaforseti til Sádí-Arabíu. Mynd: Hvíta húsið

Trump Organization, regnhlífarfélag Trump-fjölskyldunnar um fjölda fyrirtækja erlendis, hefur undirritað samning um uppbyggingu á blönduðu hverfi í strandborginni Jeddah í Sádi-Arabíu, að því er þróunaraðilinn Dar Global greinir frá í dag. Verkefnið er metið á einn milljarð Bandaríkjadala, sem svarar um 120 milljarðar íslenskra króna.

Þetta er annað af tveimur verkefnum sem Trump-samtökin hafa fengið í landinu undanfarið. Þetta nýja, Trump Plaza, mun hýsa íbúðir og skrifstofurými, með „grænu svæði innblásnu af Central Park“. Í fyrra var tilkynnt um uppbyggingu á Trump Tower Jeddah, sem einnig er í byggingu hjá Dar Global.

Verkefnið kemur í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í ferð um Persaflóaríkin í maí og undirritaði „stefnumótandi efnahagssamstarf“ við krónprinsinn Mohammed bin Salman, sem Hvíta húsið sagði að myndi fela í sér 600 milljarða dala fjárfestingar Sáda í Bandaríkjunum.

Þetta er nýjasti af nokkrum fasteignasamningum Trump-samtakanna í Persaflóaríkjunum, en fyrirtækið er rekið af sonum Trumps, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár