Trump Organization, regnhlífarfélag Trump-fjölskyldunnar um fjölda fyrirtækja erlendis, hefur undirritað samning um uppbyggingu á blönduðu hverfi í strandborginni Jeddah í Sádi-Arabíu, að því er þróunaraðilinn Dar Global greinir frá í dag. Verkefnið er metið á einn milljarð Bandaríkjadala, sem svarar um 120 milljarðar íslenskra króna.
Þetta er annað af tveimur verkefnum sem Trump-samtökin hafa fengið í landinu undanfarið. Þetta nýja, Trump Plaza, mun hýsa íbúðir og skrifstofurými, með „grænu svæði innblásnu af Central Park“. Í fyrra var tilkynnt um uppbyggingu á Trump Tower Jeddah, sem einnig er í byggingu hjá Dar Global.
Verkefnið kemur í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í ferð um Persaflóaríkin í maí og undirritaði „stefnumótandi efnahagssamstarf“ við krónprinsinn Mohammed bin Salman, sem Hvíta húsið sagði að myndi fela í sér 600 milljarða dala fjárfestingar Sáda í Bandaríkjunum.
Þetta er nýjasti af nokkrum fasteignasamningum Trump-samtakanna í Persaflóaríkjunum, en fyrirtækið er rekið af sonum Trumps, …
Athugasemdir