Þegar fjallað er um alþjóðamál þessa dagana, og þá sérstaklega um þjóðarmorðið á Gasa, þá benda margir Íslenskir stjórnmálamenn á það að heimsbyggðin, og þá ekki síst smáþjóðir, eigi allt undir því að alþjóðalögum sé fylgt. Íslendingar verði að geta treyst því að alþjóðalög séu virt, samþykktir og alþjóðalög séu haldin í samskiptum þjóða. Og þá er einnig vísað til þess að Ísland þurfi að vera í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi sitt. Það geri Ísland í dag með þátttökunni í NATO og, til að auka öryggið enn frekar, með varnarsamningnum við Bandaríki Norður-Ameríku, sem staðfestur var 1951. Það sé eðlilegt að lýðveldið ísland eigi náið samstarf við „líkt þenkjandi Þjóðir“. Það má skilja þessa umræðu þannig að Bandaríkin séu einmitt „líkt þenkjandi þjóð“
Ef það er einlægur ásetningur Íslendinga að eiga samstarf við líkt þenkjandi þjóðir, að það sé bjargföst skoðun okkar að heimsbyggðin eigi allt undir því …
Athugasemdir