Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans

Eft­ir sam­tal við Seðla­bank­ann hef­ur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið feng­ið upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lit Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra með fjár­fest­inga­sjóði sem unn­usta hans, Helga Við­ars­dótt­ir stýr­ir.

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans
Áttu samtal um málið Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur átti samtal við Seðlabankann um mál Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og unnustu hans, Helgu Viðarsdóttur. Mynd: Samsett

Forsætisráðuneytið fer nú yfir mál sem varðar mögulega hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.

Heimildin greindi frá því nýverið að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sé framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits.

„Í kjölfar samtals milli Seðlabankans og forsætisráðuneytisins um málið sendi bankinn ráðuneytinu upplýsingar um hvernig hefði verið tekið á því innan bankans,“ segir í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Ráðuneytið er nú að fara yfir málið.“

Þá bendir ráðuneytið á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari forsætisráðuneytið með almennt eftirlit með starfsemi Seðlabankans.

„Ráðuneytið er nú að fara yfir málið

Sjóður Helgu heitir Spakur Invest og stofnaði hún hann árið 2021 þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri og þau höfðu nýlega trúlofast. Fyrirtæki alfarið í eigu Helgu, Barbara ehf., er skráð hjá Seðlabankanum sem rekstraraðili sérhæfðs sjóðs.

Seðlabankinn mat sjálfur mögulega hagsmunaárekstra vegna málsins …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Sé einhver minnsti vafi þá ber þeim að víkja sem í hlut á. Ella er alltaf grunsemd um að ekki sé allt með felldu.
    Því miður er töluvert um spillingu á Íslandi og er það miður. Hér hafast þeir að sem ekki hafa allt með á hreinu. Seðlabankastjóri á að vera hafinn yfir allan grun um að taka þátt i spillingu.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár