Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans

Eft­ir sam­tal við Seðla­bank­ann hef­ur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið feng­ið upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lit Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra með fjár­fest­inga­sjóði sem unn­usta hans, Helga Við­ars­dótt­ir stýr­ir.

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans
Áttu samtal um málið Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur átti samtal við Seðlabankann um mál Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og unnustu hans, Helgu Viðarsdóttur. Mynd: Samsett

Forsætisráðuneytið fer nú yfir mál sem varðar mögulega hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.

Heimildin greindi frá því nýverið að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sé framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits.

„Í kjölfar samtals milli Seðlabankans og forsætisráðuneytisins um málið sendi bankinn ráðuneytinu upplýsingar um hvernig hefði verið tekið á því innan bankans,“ segir í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Ráðuneytið er nú að fara yfir málið.“

Þá bendir ráðuneytið á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari forsætisráðuneytið með almennt eftirlit með starfsemi Seðlabankans.

„Ráðuneytið er nú að fara yfir málið

Sjóður Helgu heitir Spakur Invest og stofnaði hún hann árið 2021 þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri og þau höfðu nýlega trúlofast. Fyrirtæki alfarið í eigu Helgu, Barbara ehf., er skráð hjá Seðlabankanum sem rekstraraðili sérhæfðs sjóðs.

Seðlabankinn mat sjálfur mögulega hagsmunaárekstra vegna málsins …

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Sé einhver minnsti vafi þá ber þeim að víkja sem í hlut á. Ella er alltaf grunsemd um að ekki sé allt með felldu.
    Því miður er töluvert um spillingu á Íslandi og er það miður. Hér hafast þeir að sem ekki hafa allt með á hreinu. Seðlabankastjóri á að vera hafinn yfir allan grun um að taka þátt i spillingu.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár