Forsætisráðuneytið fer nú yfir mál sem varðar mögulega hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.
Heimildin greindi frá því nýverið að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sé framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits.
„Í kjölfar samtals milli Seðlabankans og forsætisráðuneytisins um málið sendi bankinn ráðuneytinu upplýsingar um hvernig hefði verið tekið á því innan bankans,“ segir í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Ráðuneytið er nú að fara yfir málið.“
Þá bendir ráðuneytið á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari forsætisráðuneytið með almennt eftirlit með starfsemi Seðlabankans.
„Ráðuneytið er nú að fara yfir málið“
Sjóður Helgu heitir Spakur Invest og stofnaði hún hann árið 2021 þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri og þau höfðu nýlega trúlofast. Fyrirtæki alfarið í eigu Helgu, Barbara ehf., er skráð hjá Seðlabankanum sem rekstraraðili sérhæfðs sjóðs.
Seðlabankinn mat sjálfur mögulega hagsmunaárekstra vegna málsins …
Því miður er töluvert um spillingu á Íslandi og er það miður. Hér hafast þeir að sem ekki hafa allt með á hreinu. Seðlabankastjóri á að vera hafinn yfir allan grun um að taka þátt i spillingu.