Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans

Eft­ir sam­tal við Seðla­bank­ann hef­ur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið feng­ið upp­lýs­ing­ar um eft­ir­lit Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra með fjár­fest­inga­sjóði sem unn­usta hans, Helga Við­ars­dótt­ir stýr­ir.

Forsætisráðuneytið skoðar mál seðlabankastjóra og unnustu hans
Áttu samtal um málið Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur átti samtal við Seðlabankann um mál Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og unnustu hans, Helgu Viðarsdóttur. Mynd: Samsett

Forsætisráðuneytið fer nú yfir mál sem varðar mögulega hagsmunaárekstra seðlabankastjóra.

Heimildin greindi frá því nýverið að Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sé framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðs sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankastjóri er æðsti yfirmaður fjármálaeftirlits.

„Í kjölfar samtals milli Seðlabankans og forsætisráðuneytisins um málið sendi bankinn ráðuneytinu upplýsingar um hvernig hefði verið tekið á því innan bankans,“ segir í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar. „Ráðuneytið er nú að fara yfir málið.“

Þá bendir ráðuneytið á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands fari forsætisráðuneytið með almennt eftirlit með starfsemi Seðlabankans.

„Ráðuneytið er nú að fara yfir málið

Sjóður Helgu heitir Spakur Invest og stofnaði hún hann árið 2021 þegar Ásgeir var orðinn seðlabankastjóri og þau höfðu nýlega trúlofast. Fyrirtæki alfarið í eigu Helgu, Barbara ehf., er skráð hjá Seðlabankanum sem rekstraraðili sérhæfðs sjóðs.

Seðlabankinn mat sjálfur mögulega hagsmunaárekstra vegna málsins …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Sé einhver minnsti vafi þá ber þeim að víkja sem í hlut á. Ella er alltaf grunsemd um að ekki sé allt með felldu.
    Því miður er töluvert um spillingu á Íslandi og er það miður. Hér hafast þeir að sem ekki hafa allt með á hreinu. Seðlabankastjóri á að vera hafinn yfir allan grun um að taka þátt i spillingu.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár