Ragnar Þór Ingólfsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, treysta olíufélögunum ekki til þess að lækka olíuverð í samhliða hækkun kílómetragjaldsins.
Þetta kom fram í máli þeirra í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem þingmennirnir tókust á um það hvort ríkisstjórnin vægi að fjölskyldum í landinu.
Í þættinum voru gjöld á fjölskyldur til umræðu. Meðal annars kílómetragjaldið sem Vilhjálmur hefur gagnrýnt vegna þess sem hann segir að hækki kostnað fyrir fjölskyldur, einkum á landsbyggðinni, sem treysti á bíl til daglegra ferða.
Olíufélögin muni reyna að hirða mismuninn
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 stefnir ríkisstjórnin að því að taka upp nýtt kílómetragjald á allar bifreiðar með tekjuhækkun af ökutækjum og eldsneyti um 7,5 milljarð króna. Það er í raun ekki ný hugmynd, því síðasti stjórnarmeirihluti boðaði það sama, og studdi Vilhjálmur þá breytinguna.
Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir hversu flókið og umfangsmikið verkefnið …
Athugasemdir (1)