Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri er æðsti yf­ir­mað­ur eft­ir­lits með fjár­fest­inga­sjóði sem unn­usta hans stýr­ir. Seðla­bank­inn seg­ir mál­ið hafa ver­ið skoð­að og eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að hann hafi miðl­að til henn­ar upp­lýs­ing­um.

Seðlabankinn kannaði hagsmunaárekstra vegna unnustu Ásgeirs
Ásgeir Jónsson og Helga Viðarsdóttir Helga stofnaði sjóðinn eftir að Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri og þau trúlofuðust.

Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, stýrir fjárfestingasjóði sem Seðlabankinn hefur eftirlit með. Seðlabankinn segir mögulega hagsmunaárekstra hafa verið metna og viðskipti hennar ekki vera sambærileg við erlend mál þar sem umsvif maka seðlabankastjóra á fjármálamörkuðum hafa dregið í efa trúverðugleika bankans.

Sjóðurinn heitir Spakur Invest og var stofnaður árið 2021. Helga er framkvæmdastjóri hans, situr einnig í stjórn og er á meðal fjárfesta í honum samkvæmt viðtali við hana í ViðskiptaMogganum í ágúst. Sjóðurinn fjárfestir aðeins í hlutabréfum skráðra breskra og bandarískra fyrirtækja að hennar sögn, þar á meðal Uber, Stride og McBride. Fjárfestar eru rúmlega þrjátíu og stærð sjóðsins tæpur milljarður íslenskra króna. Sjóðurinn hefur skilað 28,64 prósent ávöxtun fyrstu sjö mánuði ársins.

Helga og Ásgeir hafa verið í sambandi síðan 2018 en Ásgeir varð seðlabankastjóri ári síðar. Þau trúlofuðu sig á nýársdag 2021, skömmu áður en Helga stofnaði sjóðinn, og eru með sama lögheimili.

Sem seðlabankastjóri er …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað kemur hér ein af ástæðum þeirra sem eru á móti aðild að ESB ! Regluverk vinnur með venjulegu fólki ! Það er þannig að allt mælir með aðild að ESB hjá okkur hinum !
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þetta er mjög óheppilegt og óviðeigandi sem skýrir vel stöðu mála þar sem íslenskar reglur eru væntanlega hvorki jafn nákvæmar og ákveðnar og innan Evrópusambandsins.
    Við búum við fámenni þar sem ýmsir fjáraflamenn komast upp með margt meira en eðlilegt telst vera innan vrópusambandsins. Er þar ekki komin meginskýringin á andstöðu þessara aðila við inngöngu í Evrópusambandið?
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Fjárfestar eru rúmlega þrjátíu og stærð sjóðsins tæpur milljarður íslenskra króna. Sjóðurinn hefur skilað 28,64 prósent ávöxtun fyrstu sjö mánuði ársins."
    Skyldi Wintris gamli eiga hluti þarna?
    0
  • GS
    Gunnar Snæland skrifaði
    sjúkt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár