Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum

Heim­ild­in skrif­aði upp um­ræð­ur Snorra Más­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, og Þor­bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur, sam­skipta- og kynn­ing­ar­stjóra Sam­tak­anna 78. Snorri tal­aði mun meira en við­mæl­andi sinn og þátt­ar­stjórn­andi til sam­ans, en kvart­ar á sama tíma yf­ir þögg­un sem hann er beitt­ur.

Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Snorri Másson Þingmaður Miðflokksins leggur áherslu á að kynin séu tvö þegar rætt er um transfólk. Því hefur aldrei verið mótmælt af transfólki, heldur að kynvitund þeirra samræmist ekki þeim líkama sem það fæddist í. Mynd: Golli

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, talaði um 64 prósent tímans þegar hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78, í umræðum um trans fólk sem Kastljós sýndi fyrr í vikunni. Þorbjörg talaði  um 30 prósent tímans og þáttastjórnandi um 6 prósent. Snorri fékk því drjúgan tíma til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í um sautján mínútna löngum þættinum, á sama tíma og sjónarmið Þorbjargar fengu síður tækifæri til að skila sér inn í stofur landsmanna.

36 prósent þöggun

Allnokkuð hefur verið rætt um það sem Snorri sagði í þættinum. Vakti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, samflokksmaður hans, athygli á því í sérstakri yfirlýsingu þar sem hann sagði meðal annars að Snorri hefði verið beittur þöggunartilburðum. Það sagði hann þrátt fyrir að Snorri talaði lengur en viðmælandi og þáttastjórnandi samanlagt.

Meðal annars sagði Sigmundur: „Kaldhæðnislegt er að í hinum ofsafengnu viðbrögðum raungerist einmitt það sem Snorri reyndi að vara við í …

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Snorra tókst í þessu eintali sínu að ganga rækilega fram af a.m.k. flestu fólki.
    6
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Tvennt opinberast við lesturinn:
    1. Viðtalsþættir í beinni lítil eða engin upplýsing fyrir almenning. Þeir fremur snuð upp í lýðinn til að totta og smjatta á, hneykslast á, svo lýðurinn beini ekki athyglinni að hagsmunum sínum. Vandaðir og fáir fréttaskýringarþættir í hverjum mánuði eins og var skila miklu meiri upplýsingu, nauðsynlegu fyrir upplýst lýðræði. Gjörbylta má tíðni fréttatíma, fréttaskýringaþátta og fréttabirtinga RÚV þannig að unnið sé í samræmi við 3. grein laga um RÚV, 7. lið s.s. um birtingu fjölbreyttra viðhorfa, gagnstæðra skoðana, og gagnreyndra upplýsinga. Minna er meira.

    2. Mikilvægi réttar fólks til að tjá skoðanir sínar, hvort sem fram sett rök styðja þær eða ekki, er nokkuð sem Heimildin fjallar lítt eða ekki um. Húnmætti greina frá hvað fræðimenn s.s. Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor í fjölmiðlafræðum, segja um nauðsyn þess að allar raddir geti fengið að tjá sig. Og fjalla um hvað gerist þegar fólki er meinað tjá skoðun sína, eða hafa sinn skilning á hlutunum, hversu rangir eða réttir þeir kunni að vera.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár