Hjálmar Snorri er 24 ára og var að hefja meistaranám í klínískri sálfræði. Hann hefur búið í bílskúr foreldra sinna síðastliðin fimm ár en innréttaði og stækkaði íbúðina þar nú í sumar. „Þetta er svolítið til að geta fengið sitt eigið pláss svona eins og maður væri að kaupa sér íbúð,“ segir hann og bætir við að ný innrétting geti nýst foreldrum hans síðar meir: „Ég hugsaði að þegar ég loksins fer að heiman þá geti mamma og pabbi leigt þetta út þegar þau fara á eftirlaun.“
Blaðamaður spyr hvort Hjálmar sé mikið að skoða húsnæðismarkaðinn eða að reyna að koma sér inn á hann. Hann svarar: „Ég veit að ég hef ekki efni á íbúð eða fyrstu útborgun eða svoleiðis þannig ég pæli ekki mikið í húsnæðismarkaðnum á meðan ég er í námi.“
Ódýrara en leigumarkaðurinn
Hjálmar segir það hafa verið mun ódýrara að innrétta skúrinn en að skoða …
Athugasemdir