„Eftir rosalegt bras þá hefur þetta loksins gengið hjá okkur,“ segir Páll Kristinn. Hann og Ronja, kærastan hans, voru að festa kaup á sinni fyrstu eign. Þau eru 24 ára og eru bæði búin að vera í fullu starfi síðustu tvö ár. Áður var Páll í námi í lögfræði sem hann stundaði í eitt ár og Ronja í fornámi í Myndlistaskólanum. Undanfarið hafa þau sinnt ýmsum störfum, meðal annars í símaveri, sinnt afgreiðslustörfum og unnið í eldhúsi. Síðastliðin ár hefur parið búið heima hjá foreldrum Páls til þess að safna sér fyrir íbúð.
„Við byrjuðum fyrir tveimur árum að safna alveg rosalega,“ segir Páll, en síðastliðna sex mánuði hafa þau verið að skoða íbúðir af fullum krafti. Hann segir að þau hafi bæði verið búin að leggja fé til hliðar allt aftur til unglingsáranna. „Við höfðum safnað í framtíðarsjóð í mörg, mörg ár,“ segir hann.
Foreldrahús og fjárhagsleg aðstoð
Þrátt …
Þetta vekur upp spurningar sem er hvergi svarað í greininni:
Þarf ekki að standast greiðslumat til að fá húsnæðislán?
Er búseta í íbúðinni ekki skilyrði fyrir því að fá húsnæðislán?
Hér virðist einhver fiskur liggja undir steini...