Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra héldu sameiginlegan blaðamannafund þar sem áformin voru kynnt. Mynd: Bára Huld Beck

„Sveitarfélögin hafa haldið úti heilbrigðiseftirliti síðastliðin 124 ár. Lögbundið hlutverk heilbrigðiseftirlits, að standa vörð um heilnæmi umhverfis fyrir íbúa sína, virðist ekki vera haft að leiðarljósi í núverandi tillögum,“ segir Pétur Halldórsson, heilbrigðisfulltrúi og gjaldkeri Félags heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa (FHU) um breytingar á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í vikunni.

Hann segir tillögur ríkisstjórnarinnar „sýna mikið skilningsleysi á málaflokknum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem heilbrigðiseftirlit sinnir“.

Breytingarnar snerta eftirlitsumhverfi fyrirtækja þegar kemur að mat­væl­um, holl­ustu­hátt­um og meng­un­ar­vörn­um. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði af þessu tilefni: „Við erum að einfalda regluverkið og gera eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum traustara og skilvirkara með hagsmuni atvinnulífsins og neytenda að leiðarljósi”.  Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði þetta stærstu breytingu á eftirlitsumhverfi fyrirtækja sem ráðist hafi verið í svo áratugum skipti. 

FHU sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fundurinn hafi verið haldinn „undir yfirskini einföldunar á regluverki“ en „raungerist tillagan hafi það hvorki einföldun eftirlits né fækkun eftirlitsaðila í för með sér. Aðilar sem í dag fá eftirlit heilbrigðiseftirlits sem staðsett er í þeirra heimabyggð munu framvegis lúta eftirliti tveggja ríkisstofnana.“

Skorti samráð við sérfræðinga

Þá vill FHU „ítreka mikilvægi þess að áform um kerfisbreytingar af þessu tagi séu vel ígrunduð og nauðsyn þess að haft sé samráð við sérfræðinga í heilbrigðiseftirliti.“

Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa leggst gegn tillögunni og vill ítreka mikilvægi þess að áform um kerfisbreytingar af þessu tagi séu vel ígrunduð og nauðsyn þess að haft sé samráð við sérfræðinga í heilbrigðiseftirliti. Þá segir að kynnt einföldun virðist einblína fyrst og fremst á leyfisskylda starfsemi en ekki heilbrigðiseftirlit almennt. 

„Líklegt er að eftirlit frá tveimur stofnunum myndi auka kostnað hjá rekstaraðilum, skilvirkni eftirlits myndi minnka og hætt við að hagsmunir almennings muni gleymast en heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur gegnum tíðina verið öflugur málsvari hins almenna borgara,“ segir í tilkynningu FHU sem hvetur ráðuneytin til að endurskoða áform sín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár