Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var það tölvusérfræðingurinn Heiðar Þór Guðnason hjá embætti héraðssaksóknara sem uppgötvaði ný gögn í Samherjamálinu í fyrra. Heiðar segir nú að fyrrverandi starfsmaður Samherja hafi orðið þess valdandi að hann er með réttarstöðu sakbornings í öðru máli.
Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar mál njósnafyrirtækisins PPP sem fylgdist með fólki tengdu hópmálsókn fyrrum hluthafa gamla Landsbankans gegn stærsta eiganda bankans, fjárfestinum Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem borgaði þeim fyrir verkið. Annar af stofnendum PPP, Jón Óttar Ólafsson, starfaði fyrir Samherja og hefur réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Hann starfaði einnig hjá sérstökum saksóknara, sem nú heitir héraðssaksóknari, en gögn láku þar á milli.
Morgunblaðið greindi frá því á föstudag að Heiðar, sérfræðingur hjá héraðssaksóknara, hefði fengið stöðu sakbornings í máli PPP og verið yfirheyrður í júní. Hann hafnar hins vegar alfarið ásökunum. „Ég …
Athugasemdir