Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans

Tölvu­sér­fræð­ing­ur hjá hér­aðssak­sókn­ara sem er sak­að­ur um að leka gögn­um til njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP hafn­ar ásök­un­um. Hann upp­götv­aði af­hjúp­andi smá­skila­boð í Sam­herja­mál­inu í fyrra og seg­ir að stofn­andi PPP, sem vann fyr­ir Sam­herja og er með stöðu sak­born­ings í því máli, hafi sak­að sig um lek­ann.

Uppgötvaði SMS-in á milli Þorsteins Más og uppljóstrarans
Jón Óttar og Þorsteinn Már Tölvusérfræðingur hjá héraðssaksóknara uppgötvaði smáskilaboðin á milli Þorsteins Más og Jóhannesar uppljóstrara. Jón Óttar stofnaði njósnafyrirtækið PPP en vann einnig fyrir Samherja. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var það tölvusérfræðingurinn Heiðar Þór Guðnason hjá embætti héraðssaksóknara sem uppgötvaði ný gögn í Samherjamálinu í fyrra. Heiðar segir nú að fyrrverandi starfsmaður Samherja hafi orðið þess valdandi að hann er með réttarstöðu sakbornings í öðru máli.

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar mál njósnafyrirtækisins PPP sem fylgdist með fólki tengdu hópmálsókn fyrrum hluthafa gamla Landsbankans gegn stærsta eiganda bankans, fjárfestinum Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem borgaði þeim fyrir verkið. Annar af stofnendum PPP, Jón Óttar Ólafsson, starfaði fyrir Samherja og hefur réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Hann starfaði einnig hjá sérstökum saksóknara, sem nú heitir héraðssaksóknari, en gögn láku þar á milli.

Morgunblaðið greindi frá því á föstudag að Heiðar, sérfræðingur hjá héraðssaksóknara, hefði fengið stöðu sakbornings í máli PPP og verið yfirheyrður í júní. Hann hafnar hins vegar alfarið ásökunum. „Ég …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár