Myndir: Skiptu út íslenska fánanum við utanríkisráðuneytið

Mót­mæl­end­ur skiptu ís­lenska fán­an­um út fyr­ir þann palestínska við ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið síð­deg­is í dag. Tveir palestínsk­ir fán­ar voru gerð­ir upp­tæk­ir af lög­reglu.

Myndir: Skiptu út íslenska fánanum við utanríkisráðuneytið
Fjarlægður Lögregla fjarlægði palestínska fánann. Mynd: Víkingur

Mótmælendur tóku niður íslenskan fána fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag og drógu þann palestínska að húni í hans stað.

Atvikið átti sér stað við mótmæli fyrir framan ráðuneytið síðdegis þar sem hópur fólks krafðist aðgerða íslenska ríkisins í málefnum Palestínu, en hungursneyð hefur verið lýst yfir á hinu stríðshrjáða Gaza-svæði.

Mótmælendur brutu íslenska fánann saman eftir að hann hafði verið dreginn niður – enda gilda strangar reglur um notkun hans.

Lögreglan skarst í leikinn vegna athæfisins og tók bæði palestínska fánann sem blakti á fánastöng við ráðuneytið, auk annars sem hafði verið hengdur á anddyri þess og gerðu upptæka.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu