Sex fjölskyldur stýra þremur hópum tengdra sjávarútvegsfyrirtækja sem halda samtals á nær helmingi allra útgefinna aflaheimilda.
Hátekjulisti Heimildarinnar, sem á eru 3.542 einstaklingar, tekjuhæsta 1% Íslands, sýnir hversu háum tekjum þessi ítök skila fjölskyldumeðlimum.
Eignarhald á þeim aflaheimildum sem ríkið úthlutar hefur verið greint reglulega í Sjávarútvegsskýrslum Heimildarinnar en sú síðasta var birt í júní.
Tuttugu stærstu fyrirtækin í sjávarútvegi eiga meira en 78 prósent allra aflaheimilda en hverju og einu er óheimilt að eiga meira en 12 prósent. Þrátt fyrir þetta á til dæmis útgerðarfélagið Brim yfir prósent útgefinna aflaheimilda þegar dóttur- og hlutdeildarfélög þess eru talin með, samkvæmt nýjustu gögnum Fiskistofu.
Brim-fjölskyldan er einn af áðurnefndum þremur hópum sjávarútvegsfyrirtækja en hin eru kennd við Ísfélagið í Vestmannaeyjum annars vegar og Samherja og Síldarvinnsluna hins vegar.
Fjölskylda Guðmundar í Brimi
Þrjú af stærstu útgerðarfélögum landsins lúta stjórn fjögurra manna …
Athugasemdir