Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Dómarnir opinbera brotalamir í kerfinu

Talskona Stíga­móta seg­ir dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mál­um tveggja kvenna gegn ís­lenska rík­inu op­in­bera brota­lam­ir í ís­lenska kerf­inu þeg­ar þo­lend­ur kyn­bund­ins of­beld­is eru ann­ars veg­ar. Lög­mað­ur kvenn­anna seg­ir það verk­efni dóms­mála­ráð­herra að rýna í dóm­ana og læra af þeim.

Dómarnir opinbera brotalamir í kerfinu
Drífa Snædal segir brotaþola upplifa það oft að kerfið grípi þá ekki. Mynd: Golli

„Þetta er stórsigur og varða á leiðinni að því að brotaþolar geti fengið réttlæti í sínum málum. Þarna viðurkennir Mannréttindadómstóllinn að í einu máli að þá hafi lögreglan ekki sinnt skyldum sínum og í rauninni komið í veg fyrir að brotaþoli fái það réttlæti sem hún á skilið,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, við Heimildina. 

Fyrr í dag birtust úrskurðir MDE í málum tveggja kvenna sem kærðu íslenska ríkið fyrir rangláta málsmeðferð í kærum þeirra á brotum í nánu sambandi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að í máli annarrar þeirra, Maríu Árnadóttur, hefði verið brotið á mannréttindum hennar þegar málið fyrntist í höndum lögreglu.

Sjö önnur mál þar sem konur töldu íslenska ríkið hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferða eru enn á borði MDE. Stígamót sáu um að safna öllum níu kærunum saman sem síðan voru sendar til dómstólsins. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár