Dómarnir opinbera brotalamir í kerfinu

Talskona Stíga­móta seg­ir dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í mál­um tveggja kvenna gegn ís­lenska rík­inu op­in­bera brota­lam­ir í ís­lenska kerf­inu þeg­ar þo­lend­ur kyn­bund­ins of­beld­is eru ann­ars veg­ar. Lög­mað­ur kvenn­anna seg­ir það verk­efni dóms­mála­ráð­herra að rýna í dóm­ana og læra af þeim.

Dómarnir opinbera brotalamir í kerfinu
Drífa Snædal segir brotaþola upplifa það oft að kerfið grípi þá ekki. Mynd: Golli

„Þetta er stórsigur og varða á leiðinni að því að brotaþolar geti fengið réttlæti í sínum málum. Þarna viðurkennir Mannréttindadómstóllinn að í einu máli að þá hafi lögreglan ekki sinnt skyldum sínum og í rauninni komið í veg fyrir að brotaþoli fái það réttlæti sem hún á skilið,“ segir Drífa Snædal, talskona Stígamóta, við Heimildina. 

Fyrr í dag birtust úrskurðir MDE í málum tveggja kvenna sem kærðu íslenska ríkið fyrir rangláta málsmeðferð í kærum þeirra á brotum í nánu sambandi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að í máli annarrar þeirra, Maríu Árnadóttur, hefði verið brotið á mannréttindum hennar þegar málið fyrntist í höndum lögreglu.

Sjö önnur mál þar sem konur töldu íslenska ríkið hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferða eru enn á borði MDE. Stígamót sáu um að safna öllum níu kærunum saman sem síðan voru sendar til dómstólsins. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár